Fréttir

Rósabingó á Grund

Rósabingó. Hversu skemmtilegt. Það er nákvæmlega það sem þær Valdís og Þórhalla hafa verið að bjóða uppá víðsvegar um Grundina undanfarið. Ilmandi rós í verðlaun þegar maður kallar bingó. Til að toppa stundina hefur Nonni nikka, eins og við köllum hann Jón Ólaf hér á Grund, verið nálægt, með sína ljúfu nærveru og þanið nikkuna við söng heimilisfólksins. Það var svo auðvitað sungið um rósir... nema hvað.

Bollukaffi í góðum selskap

Á bolludaginn hittust nokkrar heimiliskonur í vinnustofunni hjá Þórhöllu, sr. Auði Ingu og Valdísi, gæddu sér á nýbökuðum bollum, kaffisopa og sérrí og ræddu lífsins gang og nauðsynjar eins og gerist ávallt í góðra kvenna hópi. Notaleg stund í skemmtilegum félagsskap.

Ilmurinn er svo lokkandi

Þegar ilmurinn af nýbökuðum vöfflum læðist um gangana á Grund lifnar yfir öllum. Heimilisfólkið á V-2 kunni svo sannarlega að meta það í gær þegar hún sr. Auður Inga mætti með vöfflujárnið og deigið og bakaði með kaffinu.

Fallegar töskur úr afgöngum

Unnur Jónsdóttir sem býr á Frúargangi hér á Grund hefur verið að dunda sér við að búa til töskur úr afgöngum með aðstoð Valdísar Viðarsdóttur sem starfar í vinnustofunni. Svo fallegar töskur og ekki amalegt ef einhver heppinn fær svona gersemi í afmælis- eða jólagjöf.

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Fyrsti heimilismaðurinn sem var bólusettur

Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund

Stór dagur á Grund

Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.

Skata og hamsar á Grund

Eins og venja er var boðið upp á skötu með hömsum, rófum og kartöflum á Þorláksmessu og það var ekki annað að sjá en heimilisfólkið kynni því vel að fá þennan herramannsmat.

Hátíðaguðsþjónusta aðfangadag

Gaf bindindissamtökunum gamlar upptökur

Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna færði bindindissamtökunum IOGT skemmtilega gjöf á dögunum.