Kosning utan kjörfundar á Grund

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér á heimilinu laugardaginn 11. september nk. og fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á V-1. Atkvæðagreiðsla þessi er ætluð heimilismönnum á Grund.
Heimsóknargestur þann daginn má gjarnan fylgja sínum aðstandanda, en þarf að bera grímu og gæta að sóttvörnum.
Heimilisfólki í austurhúsi er boðið að kjósa frá kl. 11-12
Heimilisfólki á Litlu og Minni Grund er boðið að kjósa frá kl. 12-14
Heimilisfólki í vesturhúsi er boðið að kjósa 14-15