19.12.2020
Það var jólalegt á Grund í gær, boðið upp á jólaglögg og Jón Ólafur gekk um húsið með harmonikkuna og tók jólalögin. Þegar gömlu góðu jólalögin ómuðu tók heimilisfólkið undir og söng með.
14.12.2020
Styrktarsjóður ELKO kom færandi hendi á Grund í upphafi aðventu og gaf heimilinu sex Samsung Galaxy farsíma.
11.12.2020
Þegar kærleikstré voru komin upp á allar hæðir Grundar í hamingjuvikunni í haust, vaknaði sú hugmynd að nýta þau áfram í eitthvað annað, t.d. jóladagatal„
07.12.2020
Sólarupprásin var falleg í morgun og hún Anna heimiliskona á Grund nýtur þess að sitja eða standa við gluggann og horfa á blessaða sólina koma upp. Þessi mynd var tekin í morgun.
05.12.2020
Það var aldeilis bakað á Litlu og Minni Grund í vikunni og heimilisfólkið undi sér vel við að rifja upp gamlar minningar yfir smákökubakstrinum. Ekki skemmdi fyrir að hlusta á jólatónlist og gæða sér svo á góðgætinu á eftir.
04.12.2020
Það var notaleg stund í dag á frúargangi Grundar þegar heimiliskonur bökuðu smákökur fyrir jólin.
03.12.2020
Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni.
03.12.2020
Dómnefndin í piparkökuhúsasamkeppninni komst að þeirri niðurstöðu að ógerningur væri að velja flottasta húsið svo allir unnu. Enda sjáið þið það lesendur góðir að húsin eru öll stórkostlega skreytt og falleg með afbrigðum. Verðlaunin voru sætindi fyrir alla á Grund.
02.12.2020
Þessa dagana keppast heimilismenn og starfsfólk við að skreyta piparkökuhús og metnaðurinn er mikill enda verðlaun í boði fyrir þá deild sem á fallegasta húsið. Hér eru nokkur sýnishorn af jólahúsunum á Grund þessa dagana.