Rollur í forgrunni

Rollur voru í forgrunni á þematorgi sem haldið var á þriðju hæð Grundar í gær fyrir  heimilisfólk í vesturhúsi. Þema dagsins var kindarlegar sögur en í því fólst ýmis fróðleikur og spjall um nýtingu á kindum og kindarlegheit í mállýskunni. Sagðar voru sögur af útilegukindum og sveitasöngvar með harmonikkuleik.