Gáfu heimilinu fjölþjálfa

Lionsklúbburinn Njörður færði heimilinu rausnarlega gjöf á dögunum, fjölþjálfa sem fulltrúar klúbbsins færðu sjúkraþjálfuninni okkar hér í Ási. Fjölþjálfinn á eftir að koma sér vel og nýtast mörgum heimilismönnum. Lionsklúbbnum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf. 

Á myndinni eru það frá vinstri fulltrúar klúbbsins Magnús Jón Árnason, Guðmundur M. J. Björnsson, Hörður Sigurjónsson formaður klúbbsins og Sighvatur Sigurðsson. Christina Finke sjúkraþjálfari í Ási er fyrir miðri mynd og Birna Sif Atladóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, þá Kristján Árnason fulltrúi frá Lions og Karl Óttar Einarsson forstjóri Grundarheimilanna. Einn heimilismaðurinn hér í Ási, Ástþór Eydal Ísleifsson, var auðvitað beðinn um að prófa gripinn um leið og hann var tekinn í notkun.