13.12.2024
Páfagaukarnir Kókó og Kíki sem búa á Grund eignuðust nýverið unga. Hann dafnar vel en heldur sig ennþá inni í varpkassanum. Gera má ráð fyrir að hann fari að blaka litlum vængjum nú fyrir jól og koma fram í búrið.
Hann er að fá bláar fjaðrir eins og pabbinn en en enn er óljóst hvers kyns hann er. Allir á Grund fylgjast vel með framvindunni og hlakka til að fá að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu.
06.12.2024
Heimilisfólk og aðstandendur kunnu vel að meta markaðsdaginn sem boðið var uppá hér á Grund í byrjun viku. Fatnaður og fylgihlutir, allt á 40% afslætti. Markaðurinn verður aftur settur upp þriðjudaginn í næstu viku og fer síðan í Mörk.
Endilega kíkið við. Þarna leynast jólagjafir, jólafatnaður og ýmislegt sem kannski heimilifólk hefur not fyrir. Svo er bara alltaf svo gaman að skoða og máta
04.12.2024
Til að fagna aðventunni var ákveðið að hafa rauðan dag á Grund. Ekki stór viðburður en nóg til þess að laða fram bros á varir og veita tilbreytingu. 💄
Margir tóku þátt og sumir skörtuðu bara eldrauðu naglalakki eða rauðum varalit. Það var að sjálfsögðu tekið með
02.12.2024
Það er orðið jólalegt hjá okkur á Grund og nú í desember verða jólalögin allsráðandi í söngstundunum hjá Jóni Ólafi. Hvetjum ykkur aðstandendur góðir til að mæta með fólkinu ykkar en söngstundirnar eru á föstudögum klukkan 13.30 í hátíðasal heimilisins. Dásamlegt að taka þar jólalögin með sínu fólki
26.11.2024
Það styttist í aðventuna og við hér í Mörk hlökkum til að skreyta og undirbúa komu jólanna. 🌲
Þær Fanney jólaálfur og Rakel jólastrumpur þjófstörtuðu aðventunni með jólatónlist, dansi og glensi og færðu heimilunum jólaglögg🍷
20.11.2024
Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024
Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024
Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram á Grund í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
14.11.2024
Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏
Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás.
Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum.
Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi,
https://edenalticeland.org/
08.11.2024
Við fengum svo frábæra heimsókn til okkar í morgun.
Þrjár flottar stelpur úr Grunnskólanum í Hveragerði komu til okkar með svo falleg skilaboð í tilefni af Baráttudegi gegn einelti sem er í dag 8.nóvember. Við settum myndina þeirra uppá tréð okkar því skilaboðin passa svo vel með öllum þeim jákvæðu orðum sem við erum að safna saman þar.
„Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig“