Uppskeruhátíð haustpúttmótaraðarinnar í Mörkinni

Það ríkti kátína á verðlaunaafhendingu haustpúttmótaraðarinnar í Mörkinni. Alls voru sex umferðir spilaðar og þrjár bestu umferðirnar töldu þegar komið var að verðlaunaafhendingu. 🏆🥇
Mótsstjóri var Júlíus Rafnsson og íbúarnir Edda Svavarsdóttir og Birgir Hólm Björgvinsson sáu um að afhenda verðlaunin.
Það var naumt hjá konunum sem spiluðu um fyrsta og annað sæti. Í fyrsta sæti var Herdís, í öðru sæti Edda og Margrét í því þriðja. Hjá herrunum varð Sturlaugur í fyrsta sæti, Guðmundur í öðru sæti og Sigurður vermdi þriðja sætið.
Þó haustmótaröðinni sé lokið þá halda íbúar áfram að pútta í vetur en meira um tímasetningar og fyrirkomulag síðar