Allar fréttir

Munu annast sálgæslu í Mörk

Mörk hjúkrunarheimili og Fossvogsprestakall (áður Grensás og Bústaðasókn) hafa gert með sér samning til að tryggja sálgæslu við heimilisfólk, starfsfólk og aðstandendur á Mörk hjúkrunarheimili

Sumarhátíð Markar

Þvílíkur dásemdardagur í Mörk. Héldum sumarhátið í bongóblíðu. Fengum frábæra listamenn til liðs við okkur. Stúlknabandið Tónafljóð söng sígildu gömlu dægurlögin, ungviðið lék sér í hoppukastala og fékk blöðru hjá Daníel blaðrara og síðan var Ingunn með andlitsmálningu fyrir þá sem vildu. Boðið var upp á melónur, sætindi, flatkökur, gos og sumarlegar veitingar. Þökkum öllum fyrir komuna, heimilisfólkið okkar alsælt með daginn, starfsfólkið líka og frábært að fá aðstandendur í heimsókn og öll börnin. Takk fyrir frábæran dag og fyrir komuna

Sumarhátíðin í Ási

Í blíðskaparveðri var Sumarhátíðin í Ási haldin í gær. Heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og aðrir gestir skemmtu sér konunglega, hlustuðu á fagra tóna frá litskrúðuga stúlknabandinu Tónafljóð, Ingunn bauð upp fallega andlitsmálun og “blaðrarinn” Daníel galdrað í fram flottar fígúrur úr blöðrum. Nokkrir heimilismenn nýttu tækifærið og seldu eigið handverk, t.d. sokka, vettlinga, peysur, málverk og vatnslitamyndir. Eldhúsið sá um veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.

Sumarhátíð á Grund

Það var kátt yfir mannskapnum þegar blásið var til sumarhátíðar á Grund. Afþví verið er að reisa kaffihús í suðurgarði heimilsins var hátíðin í portinu bakvið heimilið. Melónur, ís, gos, sætindi og flatkökur með hangikjöti var meðal þess sem boðið var uppá, Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og svo tróð stúlknabandið Tónafljóð upp og lék sígild gömul dægurlög sem allir gátu tekið undir með. Blaðrarinn var mættur og gladdi ungviðið og síðan var boðið upp á andlitsmálun líka. Flottur og sólríkur dagur hér á Grund og kæru aðstandendur, starfsfólk og kæru börn sem glödduð okkur í dag. Takk fyrir komuna. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn. Heimilisfólk virtist alsælt með daginn.

Sumarhátíð í Mörk

Sumarhátíð í Ási

Sumarhátíð á Grund

Verður þú á Blómstrandi dögum um helgina?

Gestir í morgunstund Grundar

Guðmundur Ingi Halldórsson var gestur okkar í morgunstund í gær hér á Grund. Hann lék nokkur lög fyrir heimilisfólk. Að venju var síðan boðið upp á léttar jógaæfingar. Jógakennarinn Shinde kemur í sjálfboðavinnu alla miðvikudaga og býður heimilismönnum upp á teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk.

Skelltu sér á kaffihús

Nokkrir heimilismenn og starfsfólk sem búa og starfa á 2. hæð í Mörk ákváðu að bregða undir sig betri fætinum í vikunni.