10.07.2023
Það var "hamingjustund" fyrir lengra komna í Bæjarási í dag. Þar gæddi fólk sér á girnilegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi 🥂 Boðið var upp á dekur í formi andlitsmaska, andlitsnudd og handanudd 🤗…
það er óhætt að segja að fólkið okkar kunni að njóta lífsins ❤️
07.07.2023
Hér koma úrslit dómnefndar sem gekk um húsið á miðvikudag og valdi þær svalir sem bera af hér í Mörk.
07.07.2023
Á miðvikudögum koma ávallt góðir gestir í morgunstund og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með ýmsum hætti.
06.07.2023
Það var svo sannarlega sumarlegur blær yfir Mörk í gær þegar dómnefndin gekk um húsið og gaf svölum hússins stig...
03.07.2023
Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund.
29.06.2023
Það er verið að fást við ýmislegt í vinnustofunni á fyrstu hæð Markar. Stundum eru morgnarnir með rólegu yfirbragði, kveikt á kertum og boðið upp á handarvax og æfingar en öðrum stundum er verið að lesa, prjóna, teikna og lita, allt eftir því hvað hverjum og einum hugnast
26.06.2023
Thorvaldsenkonur komu fyrir nokkru færandi hendi hingað á Grund með fimm loftdýnur.
26.06.2023
Tónlistarmaðurinn Bjarni Hall mætti í Ásbúð nú fyrir helgina og tók nokkur skemmtileg lög með heimilisfólki. Hann tók bæði gömul og nýleg lög og sagði svo skemmtilega frá milli laga. Frábær byrjun á helginni. Takk Bjarni fyrir komuna.
26.06.2023
„Erfiðust var einveran því ég er svo mikil félagsvera“, segir Sigfríður Birna Sigmarsdóttir félags- og sjúkraliði í Mörk sem í vor hjólaði á rafhjóli 744 kílómetra á ellefu dögum, frá Roncesvalles til Santiago de Compostela á Spáni. „Við ætluðum upphaflega þrjú saman en hin hættu við. Það runnu á mig tvær grímur en ég varð að halda áfram því ég var búin að heita á heimilisfólkið mitt í Mörk og gat ekki farið að svíkja það“, segir hún.
Byrjaði sex á morgnana
Sigfríður sem alltaf er kölluð Siffa fékk þriggja mánaða frí frá vinnu bæði í Mörk og á Vogi þar sem hún starfar líka og svo hélt hún af stað í ferðlag.
22.06.2023
Nú stendur yfir all sérstök ljósmyndasýning á fyrstu hæð Grundar. Um er að ræða ljósmyndapör. Kjartan Örn Júlíusson, sviðsstjóri öryggis og upplýsingatæknisviðs Grundar, tók nýju myndirnar en langafi hans Björn M. Arnórsson þær gömlu. Árið 2016 hélt Kjartan sýningu á myndunum og hluti ljósmyndaparanna er nú til sýnis á Grund.