Allar fréttir

Völlurinn nýsleginn

Púttvöllurinn í Ási er nýsleginn og bíður þess að áhugasamir komi og pútti.

Smurbrauð getur verið lítið listaverk

Hún mætir hálftíu á morgnana á Kaffi Mörk og fer að undirbúa daginn. Lára Magnea Jónsdóttir er fjölhæf kona og á milli þess sem hún sést skjótast fram og til baka á kaffihúsinu vinnur hún við sitthvað annað. Oftast er það menningararfurinn sem á hug hennar og þá helst íslenskur útsaumur og gömul íslensk mynstur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk sér cappucino með Láru og forvitnaðist um þessa orkumiklu konu sem tekur á móti gestum kaffihússins í Mörk.

Blómarósir

Þær eru víða hjá okkur blómarósirnar hér í Ási sem eru með græna fingur og hlú að plöntunum úti sem inni.

Afþökkuðu útileikfimi vegna hita

Það stóð til í vikunni að bjóða upp á stólaleikfimi í sólinni sem leikið hefur við okkur undanfarið. En heimilisfólkið afþakkaði pent. Því fannst of heitt úti. Svo leikfimin var færð inn í hús og sumir höfðu bara sólhattana á sér áfram.

Þekkir þú áhugasaman hársnyrti?

Það skiptir heimiliskonur máli að hafa hársnyrtistofu hér á Grund, geta farið í klippingu, lagningu og blástur eða permanent ef svo ber undir en auðvitað þurfa herrarnir okkar líka að fara í klippingu. Hársnyrtirinn okkar er hættur störfum svo nú leitum við logandi ljósi að færum og áhugasömum hársnyrti.

Hjól sem hægt er að fá að láni í Mörk

Við eigum forláta hjól í Mörk sem tilvalið er að nota í þessu veðri.

Portið á Grund iðar af lífi

Þegar veðrið leikur við okkur eins og undanfarna daga iðar bakgarðurinn á Grund af lífi

Göngutúr í blíðunni

Morgungangan síðasta mánudag var farin í bongóblíðu hér í Ási, alltaf gott að bæta smá D vítamíni í kroppinn.

Vinátta, hlýja og umhyggja

Það þarf í raun ekki að hafa nein orð um mynd eins og þessa. Hún lýsir vináttu, hlýju og umhyggju. Hlý hönd sem vermir kalda.❤️

Fólkið okkar kann að njóta

Það var "hamingjustund" fyrir lengra komna í Bæjarási í dag. Þar gæddi fólk sér á girnilegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi 🥂 Boðið var upp á dekur í formi andlitsmaska, andlitsnudd og handanudd 🤗… það er óhætt að segja að fólkið okkar kunni að njóta lífsins ❤️