Kváðu rímur í morgunstund

Það er alltaf tilhlökkunarefni að sjá hvaða gestir heiðra morgunstundina hér á Grund með nærveru sinni. Í þessari viku voru það hjónin Óttar Guðmundsson læknir og Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona. Þau kváðu rímur eftir Sigurð Breiðfjörð við fögnuð heimilisfólks. 🥰
Vikulega koma gestir í morgunstundina, sem er á miðvikudagsmorgnum, og gefa vinnu sína. Það er ómetanlegt og dýrmætt að sjá og finna hvað fólk er tilbúið að koma í sjálfboðavinnu og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með þessum hætti. 😍
Kærar þakkir fyrir frábæra heimsókn Óttar og Jóhanna.