Það er alltaf gaman að dansa og ekki bara gott að hreyfa sig heldur lyftir tónlistin og dansinn andanum líka.
Grundarbandið okkar mætti nýlega og lék fyrir dansi við mikinn fögnuð okkar hér á Grund.
Það er alltaf tilhlökkunarefni þegar þetta vaska lið harmonikkuleikara kemur til okkar og spilar fyrir dansi.
Takk kærlega fyrir okkur nú sem endranær kæru félagar.