Fréttir

Heimilisfólk útbýr jólasendingu til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstsins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti.

Pakka Heimilispósti til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstisins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti. Dásamleg stund þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar og ánægjan ekki síst fólgin í að geta orðið að liði og hafa hlutverk.

Kæru heimilismenn og aðstandendur

Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti. Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:

Rafkisur flytja á Grund

Átta rafkisur fluttu nýlega á Grund og láta vel af sér. Þær eyða deginum í fangi heimilisfólks, mala og kúra þar í góðu yfirlæti. Heimilisfólk er nokkuð ánægt með þessa nýju íbúa heimilisins og finnst virkilega gott að hafa þá nálægt.

Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.

Glænýjar gulrætur í hús

Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.

Jólapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.

Og það er bakað og bakað

Það er verið að baka víða á Grund, smákökuilmur tekur á móti manni í setustofum heimilisins. Nokkrar myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga

Jólabaksturinn á Litlu Grund

Það var virkilega notalegt á Litlu Grund þegar heimilismenn sátu við jólatónlist og bökuðu smákökur síðastliðinn laugardag. Það var síðan boðið upp á nýbakaðar smákökur með kaffinu.

Lionsklúbbur Seltjarnarness gefur loftdýnur

Lionsklúbbur Seltjarnarness kom færandi hendi fyrir helgi með tvær loftdýnur handa heimilisfólki. Dýnurnar nýtast mjög vel þegar varna á legusárum og koma sér afskaplega vel hér á Grund. Lionsklúbbnum er innilega þakkað fyrir höfðinglega gjöf