Fréttir

Niðurstöður þjónustukannana Grundarheimilanna

Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022. Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt.

Og húsið ómaði af söng

Gospel söngur á Grund

Í vikunni fengum við góða geti frá Michigan í Bandaríkjunum til að syngja í hátíðasal heimilisins. Margir heimilismenn lögðu leið sína á tónleikana. Um var að ræða átta manna gospel hóp frá Andrews háskólanum í Michigan.

Páskaeggjabingó á Litlu Grund

Í dag var spilað páskaeggjabingó hjá heimilisfólkinu á Litlu og Minni Grund.

Páskabingó á Grund

Páskarnir eru á næsta leyti og heimilisfólk byrjað að spila páskabingó

Listaháskólinn með námskeið á Grund

Á Grund stendur nú yfir dásamlegt námskeið sem átta heimilismenn Grundar taka þátt í sem og starfsfólk á heimilinu. Það er tónlistardeild Listháskólans sem býður upp á námskeiðið sem ber heitið Tónlist og heilabilun. Stuðst er við verkefnið Music for Life sem hefur verið starfrækt í London í rúmlega tuttugu ár. Kjarni verkefnisins eru tónlistarsmiðjur þar sem allir þátttakendur mætast á jafningjagrundvelli í tónlistarsköpun. Tónlistin verður farvegur samskipta og þátttaka og virkni allra þátttakenda leiðir til sameiginlegs þroska hópsins sem eykur lífsgæði. Magnea Tómasdóttur söngkona, sem hefur sérhæft sig í tónlistariðkun með fólki með heilabilunarsjúkdóma er kennari námskeiðsins, en ásamt henni taka þátt sex nemar frá Listaháskólanum og þrír hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau munu leiða hópinn í tónlistarspuna en það hefur sýnt sig að tónlistarþátttaka léttir lund, eykur lífsgæði og færni til samskipta. Þetta er sjötta árið sem þetta frumkvöðlaverkefni hefur verið gert hér á Íslandi

Kisa mín, kisa mín

Nú eru margar rafkisur komnar með fasta búsetu á Grund og heimilisfólkinu finnst virkilega notalegt að fá þær í fang til að klappa og kúra með. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og fá bara nýjar rafhlöður þegar þær verða lúnar.

Gárapar í hvíld á Grund

Það er algengt að fólk komi í hvíld á Grund í nokkrar vikur en það heyrir til undantekninga að gárapar komi í hvildarinnlögn til okkar. Gárarnir láta vel af dvölinni og fagna heimsóknum. Búrið þeirra er í anddyrinu hjá versluninni á Grund. Endilega kíkið við með ykkar aðstandendur og heilsið upp á parið.

Heit eggjakaka í morgunmat

Stundum er gott að bregða út af vananum og það er einmitt það sem gert var í eldhúsinu á Litlu Grund fyrir síðustu helgi. Þá ákvað starfsfólkið að skella í eggjaköku og bjóða með hafragrautnum og því venjulega sem er á boðstólum á morgnana. Það var almenn ánægja með tilbreytinguna.

Sigraði í þorrabingói

Árni Friðrik sigraði Þorrabingó Grundar 2022. Hann fékk bindi og klút í verðlaun sem hann var ekki lengi að skreyta sig með.