Fréttir

Ný lyfta á Minni Grund tekin í notkun

Í síðustu viku var nýja lyftan á Minni Grund tekin í notkun með viðhöfn. Heimilismaðurinn Eiríkur Jónsson, sem býr á Minni Grund, klippti á borða og síðan var boðið upp á freyðivín og konfekt og auðvitað kaffi og bakkelsi. Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og nokkrir gátu ekki á sér setið og tóku nokkur spor.

Sumarhátíð á Grund

Um að gera að mæta á sumarhátíðina á Grund á morgun, þriðjudag. Veðurspáin lofar góðu og ekki leiðinlegt fyrir heimilisfólk að fá aðstandendur í heimsókn og vonandi barna eða barnabarnabörnin líka.

Suðræn stemning á Grund

Það sást til sólar í gær og gleðigjafinn Bjarni að mæta á heimilið. Það var því tilvalið að slá upp hátíð í sólríku portinu, bjóða upp á ís og fallega tóna. Veðrið lék við okkur og allir í essinu sínu. Dásemdar dagur á Grund

Hinsegin dögum fagnað á Grundarheimilunum

Það var mikið um dýrðir á öllum heimilumum þremur þegar fjölbreytileikanum var fagnað. Fræðsla og fjör og svo var skreytt, fánar dregnir að húni og meira að segja kökurnar litskrúðugar.

Söngurinn ómar

Það er svo skrítið en þegar við syngjum saman þá verður allt svo miklu betra en ella. Söngstundirnar okkar eru alltaf vinsælar þar sem Jón Ólafur spilar á harmonikku öll þessi gömlu góðu og söngurinn ómar um húsið.

Uppskeran góð á Grund

Í nokkur ár hafa heimilismenn á Litlu og Minni Grund ræktað jarðarber. Í ár er metuppskera í matjurtakassanum sem hýsir jarðarberjaplönturnar. Í gærmorgun var tínt í skál til að bjóða með morgunkaffinu en slíkt er ekkert einsdæmi og hefur verið hægt að gera af og til í sumar. Berin eru ótrúlega sæt og góð í ár og mikil sæla með þessa flottu uppskeru.

Uppskeruhátíð hjá kórum Grundarheimilanna

Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.

Niðurstöður þjónustukannana Grundarheimilanna

Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022. Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt.

Og húsið ómaði af söng

Gospel söngur á Grund

Í vikunni fengum við góða geti frá Michigan í Bandaríkjunum til að syngja í hátíðasal heimilisins. Margir heimilismenn lögðu leið sína á tónleikana. Um var að ræða átta manna gospel hóp frá Andrews háskólanum í Michigan.