19.07.2023
Það skiptir heimiliskonur máli að hafa hársnyrtistofu hér á Grund, geta farið í klippingu, lagningu og blástur eða permanent ef svo ber undir en auðvitað þurfa herrarnir okkar líka að fara í klippingu. Hársnyrtirinn okkar er hættur störfum svo nú leitum við logandi ljósi að færum og áhugasömum hársnyrti.
18.07.2023
Þegar veðrið leikur við okkur eins og undanfarna daga iðar bakgarðurinn á Grund af lífi
10.07.2023
Það þarf í raun ekki að hafa nein orð um mynd eins og þessa. Hún lýsir vináttu, hlýju og umhyggju. Hlý hönd sem vermir kalda.❤️
07.07.2023
Á miðvikudögum koma ávallt góðir gestir í morgunstund og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með ýmsum hætti.
03.07.2023
Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund.
26.06.2023
Thorvaldsenkonur komu fyrir nokkru færandi hendi hingað á Grund með fimm loftdýnur.
22.06.2023
Nú stendur yfir all sérstök ljósmyndasýning á fyrstu hæð Grundar. Um er að ræða ljósmyndapör. Kjartan Örn Júlíusson, sviðsstjóri öryggis og upplýsingatæknisviðs Grundar, tók nýju myndirnar en langafi hans Björn M. Arnórsson þær gömlu. Árið 2016 hélt Kjartan sýningu á myndunum og hluti ljósmyndaparanna er nú til sýnis á Grund.
17.06.2023
Önnur orðuveiting ársins fór fram á Bessastöðum í dag, 17. júní. Fjórtán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni að þessu sinni. Guðrún Birna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Grundar, hlaut riddarakrossinn fyrir umönnun og þjónustu við aldraða.
16.06.2023
Starfsfólk eldhúss Grundarheimilanna, sem vinnur í Ás,i mætti í Mörk í morgun og aðstoðaði í eldhúsinu, m.a. stóð það í ströngu við bakstur. Á morgun 17. júní verður nefnilega boðið upp á rjómapönnukökur með kaffinu. Til að allir geti nú gætt sér á þessum þjóðlegu kræsingum, þurfti í morgun að baka 1.200 pönnukökur. Á þjóðhátíðardaginn verður svo boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu og ístertu í eftirmat.
15.06.2023
Nágrannar okkar í vesturbænum taka eftir því að það er mikið um að vera í miðjum suðurgarði Grundar. Heimilismenn og aðstandendur hafa heldur ekki komist hjá því að sjá og heyra í framkvæmdunum sem nú eiga sér þar stað.
Í garðinum á nú að rísa 100 fermetra kaffihús með skemmtilegu útisvæði, leiktækjum, göngustígum og fallegum gróðri.
Hlynur Rúnarsson sviðsstjóri fasteigna Grundarheimilanna segir að uppgreftri sé nú að verða lokið og verið að klára lagnaskurð fyrir þær lagnir sem koma til og frá húsinu. Næst á að slá upp sökklum fyrir stoðveggi í kringum svæðið sem skilur að leiksvæði, rampa og gangstétt.
Í næstu viku er áformað að moka ofan í sökklana og vinna í grunnlögnum. Kjartan Örn Júlíusson og Sigurlaug Bragadóttir hafa verið með myndavél á lofti í vinnunni og myndað framkvæmdirnar.