22.12.2021
Það er ljúf aðventan í Ási eins og alltaf. Sr Pétur Þorsteinsson kom og söng með heimilisfólki jólalögin. Smákökubaksturinn hélt áfram og svo voru bakaðar súkkulaðibitakökur í haugum. Það var spilað jólabingó og vinningarnir glæsilegir en ýmis fyrirtæki í Hveragerði og næsta nágrenni gáfu veglega vinninga. Þeim er kærlega þakkað fyrir stuðninginn.
21.12.2021
Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti.
Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:
15.12.2021
Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.
15.12.2021
Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.
12.11.2021
Einu sinni á ári býður prjónahönnuðurinn Stephen West upp á leynisamprjón þar sem prjónað er sjal sem hann hannar. Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási er ein þeirra sem tóku þátt núna fjórum öðrum starfsmönnum í Ási.
09.11.2021
Nýlega var haldið starfsmannakvöld í Ási og eins og venja er veittar þar bæði starfsaldursviðurkenningar og þeir starfsmenn sem hættir eru störfum heiðraðir. Það er áralöng hefð fyrir hvorutveggja og því að hittast að kvöldi til borða saman góðan mat og spila svo í lokin bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði.
05.11.2021
Í dag vour veitt verðlaun fyrir hrekkjavökuskreytingar í Ási.
02.11.2021
Í síðustu viku tók til starfa nýr Lífsneistahópur í Ási og í þeim hópi eru eingöngu herramenn. Fyrsti fundurinn lofar svo sannarlega góðu. Markmið hugmyndafræðinnar er að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun; laða fram blikið í
augunum, brosið, ánægjuna, gleðina, sönginn, dansinn, snertinguna og njóta samverunnar.
18.10.2021
Það er eitthvað svo dásamlegt við vinnu iðjuþjálfunar í Ási sem ber yfirskriftina Lífsneistinn. Þar er leitast við að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Að þessu sinni var það brúðarþema og þátttakendur deildu reynslusögum af ástinni.
13.10.2021
Unnur Oddný er iðjuþjálfanemi í Ási og einn daginn mætti hún með litlu tíkina Míu í vinnuna. Mía fékk óskipta athygli heimilismanna og heillaði auðvitað alla uppúr skónum.