Heimsóknareglur í Mörk

15. september 2021 Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri Ungmenni komi ekki í heimsókn á þessum tímapunkti en það verður endurskoðað um leið og hægir á smitum í skólum. Gestir beri maska á meðan þeir eru á leið inn og út úr húsi, fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur út að heimsókn lokinni. Valkvætt er að bera maska á meðan á heimsókn stendur í herbergi íbúa, þó skal gætt að nándarmörkum. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. Gestir noti handspritt við komu á heimilið og einnig við brottför. Heimilið er ekki lokað og heimilismenn mega fara út með sínum nánustu og gæta þá að þeim reglum sem í gildi eru almennt í samfélaginu og forðist mannmarga staði. Við hvetjum ykkur til að fara varlega með ferðir út úr húsi. Gestir eru velkomnir að fara á Kaffi Mörk með sínum aðstandenda. Gestir eru velkomnir að njóta útiveru í garðinum okkar með sínum aðstandenda. Heimilið er opið milli kl.13-18 á öðrum tímum verða heimsóknagestir að hringja á dyrabjöllu í anddyri. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. 15.september 2021 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna

Reglur varðandi heimsóknir á Grund

15. September 2021 Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Fyrir allar deildar gildir eftirfarandi Heimsóknir eru leyfðar á milli kl. 13-18. Ungmenni komi ekki í heimsókn á þessum tímapunkti en það verður endurskoðað um leið og hægir á smitum í skólum. Gestir beri maska á meðan þeir eru á leið inn og út úr húsi, fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur út að heimsókn lokinni. Valkvætt er að bera maska á meðan á heimsókn stendur í herbergi íbúa, þó skal gætt að nándarmörkum. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. Gestir noti handspritt við komu á heimilið og einnig við brottför. Heimilið er ekki lokað og íbúar mega fara út með sínum nánustu og gæta þá að þeim reglum sem í gildi eru almennt í samfélaginu og forðist mannmarga staði. En við hvetjum ykkur til að fara varlega með ferðir út úr húsi. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.

Rollur í forgrunni

Rollur voru í forgrunni á þematorgi sem haldið var á þriðju hæð Grundar í gær fyrir heimilisfólk í vesturhúsi. Þema dagsins var kindarlegar sögur en í því fólst ýmis fróðleikur og spjall um nýtingu á kindum og kindarlegheit í mállýskunni. Sagðar voru sögur af útilegukindum og sveitasöngvar með harmonikkuleik.

Vetrarstarfið hafið í Ási

Vetrardagskrá iðjuþjálfunar í Ási er farin að taka á sig mynd. Á fimmtudögum er Boccia á dagskrá í vinnustofunni Ásbyrgi Þessi vaski hópur heimilismanna hittist nýlega og skemmti sér konunglega

Þar sem gleðin er við völd

Það er alveg óhætt að segja að gleðin sé við völd þegar fundir Lífsneistans eru á dagskrá í Ási. Fundargestir syngja saman og gæða sér á góðum veitingum. Lífneistinn fundar vikulega í allan vetur og það ber ýmislegt á góma þó aðal áherslan sé á að njóta lífsins og sjá jákvæðar og spaugilegar hliðar tilverunnar.

Kosning utan kjörfundar í Mörk

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér í Mörk sunnudaginn 12. september nk. kl. 11:00-14:00. Atkvæðagreiðslan fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á fyrstu hæð og er eingöngu ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa og gæta jafnframt vel að sóttvörnum s.s. vera með grímu, spritta hendur og gæta fjarlægðar.

Kosning utan kjörfundar á Grund

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér á heimilinu laugardaginn 11. september nk. og fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á V-1. Atkvæðagreiðsla þessi er ætluð heimilismönnum á Grund. Heimsóknargestur þann daginn má gjarnan fylgja sínum aðstandanda, en þarf að bera grímu og gæta að sóttvörnum. Heimilisfólki í austurhúsi er boðið að kjósa frá kl. 11-12 Heimilisfólki á Litlu og Minni Grund er boðið að kjósa frá kl. 12-14 Heimilisfólki í vesturhúsi er boðið að kjósa 14-15

Gleðigjafi í sjúkraþjálfun Markar

Fura er tæplega tveggja ára labrador tík sem mætir oft til vinnu í sjúkraþjálfun Markar með Heiðrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur sjúkraþjálfara. Hún segir að Fura sé enn mikill fjörkálfur og því þurfi að passa vel upp á að hún haldi smá fjarlægð en hún er falleg og róleg ef hún fær ekki of mikla athygli. Heimilisfólkið er hrifið af henni og finnst notalegt að vita af henni.

Heimilispósturinn - september 2021

Gaf Grund standlyftara

Thorvaldsensfélagið ákvað að styrkja starfsemi Grundar með standlyftara af tegundinni Sara Flex. Standlyftarinn mun koma sér ákaflega vel fyrir heimilisfólkið okkar, hann er rafknúinn, mjög öflugur og stöðugur og auðveldar starfsfólkinu störfin svo um munar. Thorvaldsensfélaginu er innilega þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það var Kristín Ruth Fjólmundsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins sem afhenti Sigrúnu Faulk hjúkrunarframkvæmdastjóra Grundar standlyftarann.