Réttardagurinn í Ási

Það var góð stemning á réttardeginum í Ási, heimilisfólk kom saman í vinnustofunni Ásbyrgi og horfði á myndina Fjallkóngar. Heimiliskonan Guðrún Jóhanna kom óvænt og bauð upp á köku með rjóma og sultu.

Kjósum betri útivist

Þessa dagana er hægt að kjósa um ýmis verkefni á vegum borgarinnar. Borgaryfirvöld bjóða íbúum að koma tillögur að betra umhverfi. Einn íbúi íbúðanna við Suðurlandsbrautina kom með þá snilldartillögu að útbúinn verði almenningsgarður á svæðinu norðan Suðurlandsbrautarinnar á móts við íbúðir við 58 – 62 og hjúkrunarheimilið. Garðurinn yrði aðgengilegur öllum, bæði gangandi, í hjólastólum og þeim sem á einhvern hátt annan eiga erfitt með að fara um og nota til þess ýmiskonar hjálpartæki. Þetta svæði, ef af verður, kæmi til með að nýtast öllum íbúum íbúðanna og hjúkrunarheimilisins, starfsmanna, aðstandenda og annarra gesta. Til þess að auka möguleika þess að þetta verði að veruleika þurfum við að kjósa um málið á www.hverfidmitt.is og geta allir fæddir 2006 og fyrr tekið þátt. Allir kjósendur borgarinnar hafa atkvæðisrétt óháð búsetu en ef þú kýst í öðru hverfi en þú býrð í, þá máttu ekki kjósa annars staðar. Það þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli í lokin til að skila gildu atkvæði. Það er hægt að stjörnumerkja atkvæðið sitt og gefa því þannig tvöfalt vægi. Áhugasemir geta fengið aðstoð hjá Guðrúnu Birnu á skrifstofu GM og ÍEB að Suðurlandsbraut 64 á mánudag og þriðjudag. Þetta er mjög jákvætt mál og hvet ég alla til að kynna sér málið og ef ykkur líst á, að greiða því ykkar atkvæði. Kveðja og góða helgi, Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna

Fimm kennarar í herrakaffinu

Áfram heldur herrakaffið á Grund og nú var slíkt samsæti á boðstólum í austurhúsi Grundar, á vinnustofunni. Heimilismenn byrjuðu á því að segja aðeins frá sér og þá kom á daginn að í þessum litla hópi voru fimm fyrrverandi kennarar, tveir grunnskólakennarar og þrír framhaldsskólakennarar. Var mikið hlegið yfir þessari skemmtilegu tilviljum. Einn þeirra er giftur presti og einn prestur í hópnum, sr. Auður Inga var að aðstoða herrana í samsætinu og kom á daginn að eiginkonan sem var prestur heitir líka Auður. Meðlætið var einstaklega þjóðlegt, flatkökur og kleinur sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.

Notaleg stund í Mörk

Þegar laus stund gefst hvað er þá notalegra en að bjóða upp á dekurstund. Einn morguninn nýlega gengum við fram á þessa tvo starfsmenn sem ákváðu að nú væri tími til að bjóða heimiliskonum hárgreiðslu.

Haustæfingar hafnar hjá Grundarkórnum

Það ríkti ánægja í hátíðasalnum nú fyrir helgi þegar Grundarkórinn hittist loksins allur saman á ný eftir að hafa verið hólfaskiptur vegna Covid. Kórfélagar hittast nú vikulega og æfa saman og það má rifja upp að auk heimilismanna þá eru starfsmenn og aðstandendur líka velkomnir.

Það er gott að hafa hlutverk og fá tækifæri til að gefa af sér

Þó árin færist yfir og fólk búi á hjúkrunarheimili þá breytist ekki þörfin fyrir að hafa hlutverk og fá að gefa af sér. Það styttir líka daginn að hafa eitthvað fyrir stafni og vera í góðum félagsskap. Þetta var nákvæmlega það sem heimilisfólkið gerði í dag þegar það pakkaði Heimilispóstinum sem síðan er sendur í pósti til aðstandenda og velunnara Grundarheimilanna. Það var hrein unun að fylgjast með heimilisfólki og starfsfólki hlið við hlið að vinna, ljúfir tónar bárust um matsal Litlu Grundar og síðan var boðið upp á gos og sætindi. Notaleg stund.

Kæru aðstandendur Grundar

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum. Frá og með deginum í dag 27.september verður Grund, hjúkrunarheimili opnað að nýju og ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldurs. Við biðjum þó gesti að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki nema að höfðu samráði við starfsfólk. Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur. Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun. Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf 27.september 2021 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna

Kæru aðstandendur Áss

Nú horfir til bjartari tíðar og Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum. Frá og með deginum í dag 23.september verður Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili opnað að nýju. Ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldri og gestum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki. Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur á Ási. Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun. Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf 24.september 2021 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna

Kæru aðstandendur Markar

Nú horfir til bjartari tíðar og Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum. Frá og með deginum í dag 23.september verður Mörk, hjúkrunarheimili opnað að nýju. Ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldurs og gestum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki. Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur í Mörk. Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun. Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf 23.september 2021 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna

Réttardagur á Grund

Það er kominn föstudagur og það er réttardagur á Grund. Við sýnum myndina Fjallkónga og bjóðum upp á þjóðlegar veitingar meðan á sýningu stendur. Hér er það Jón Ólafur sem hitar upp með þjóðlegum tónum áður en farið verður í kjötsúpu nú í hádeginu.