Síðsumarssólin er góð

Það er sérstaklega dásamlegt þegar sólin skín skært síðsumars. Haustið á næsta leyti en smá framlenging á blessuðu sumrinu með þessum sólardögum. Heimilisfólk og starfsfólk var ekkert að tvínóna við hlutina og dreif sig út á svalir til að spjalla og njóta góða veðursins.