Starfsfólkið í iðjunni hér í Mörk ákvað að nýta sólargeislana, opna dyrnar og færa starfið út. Rebekka tók upp gítarinn og það var boðið upp á söngstund í góðu veðri.

Reyndar fóru skýin af og til fyrir sólu en það var ágætt að fá smá golu inn á milli. Þá var bara sungið ennþá hærra til að hlýja sér. Nokkrir komu út á svalirnar á næstu hæðu og tóku þátt í söngnum.
Ljúf stund og gefandi fyrir alla.