Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.
Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind Markar á mánudögum og föstudögum klukkan tíu og tímarnir standa yfir í hálftíma.
Ekki að undra að íbúar fjölmenni í sundleikfimina því Daði er frábær kennari.