22.12.2021
Það er ljúf aðventan í Ási eins og alltaf. Sr Pétur Þorsteinsson kom og söng með heimilisfólki jólalögin. Smákökubaksturinn hélt áfram og svo voru bakaðar súkkulaðibitakökur í haugum. Það var spilað jólabingó og vinningarnir glæsilegir en ýmis fyrirtæki í Hveragerði og næsta nágrenni gáfu veglega vinninga. Þeim er kærlega þakkað fyrir stuðninginn.
21.12.2021
Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti.
Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:
21.12.2021
Átta rafkisur fluttu nýlega á Grund og láta vel af sér. Þær eyða deginum í fangi heimilisfólks, mala og kúra þar í góðu yfirlæti. Heimilisfólk er nokkuð ánægt með þessa nýju íbúa heimilisins og finnst virkilega gott að hafa þá nálægt.
18.12.2021
Það er búið að aflétta sóttkví og heimilis-og starfsfólk að ná heilsu eftir Covid smit sem kom upp hér á Grund og við erum þakklát fyrir það.
Nú er orðið mjög jólalegt allt í kringum okkur enda aðfangadagur eftir viku og gestagangur alltaf heldur meiri fyrir og um hátíðarnar.
Mig langar því enn og aftur að minna á sóttvarnir en smittölur eru háar í samfélaginu og okkur mikið í mun að fá ekki aðra covid sýkingu á Grund.
Heimsóknarreglur hafa ekki breyst hjá okkur þó eiga allir gestir að bera andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur.
Börn mega koma en þó bendum við á að börn eru oft einkennalaus og því biðjum við alla að sýna skynsemi í þessu, halda heimsóknum þeirra í lágmarki og biðjum um að börn beri einnig andlitsgrímur.
Eftir sem áður geta heimilismenn farið út með ykkur en gæta verður fyllstu varúðar og við mælum ekki með að fólk fari í fjölmennar veislur um hátíðirnar.
Ég set fréttabréf með í viðhengi en það var sent útí vikunni.
Endilega hafið samband við mig eða starfsfólk deilda ef einhverja spurningar eru.
Með von um allair njóti aðventunnar.
16.12.2021
Hér má sjá ástríðufulla kylfinga á púttvellinum í Mörk í lok nóvember. Þau láta ekki smá snjókomu stoppa sig, klæða sig bara eftir veðri. Púttvöllurinn er mikið notaður hjá okkur en á þriðjudögum hittast nokkrir íbúar og taka saman pútt, að því loknu fara þau í Kaffi Mörk og fá sér veitingar. Púttvöllurinn er kominn í smá vetrarfrí núna en verður opnaður aftur þegar fer að vora.
16.12.2021
Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér á Grund eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, deildirnar eru búnar að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið.
Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna
15.12.2021
Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.
15.12.2021
Þessir vösku herramenn frá Oddfellowstúkunni Ara Fróða komu aldeilis færandi hendi í Mörk í vikunni með styrk upp á hálfa milljón til kaupa á þjálfunarhjóli fyrir sjúkraþjálfunina hér í Mörk. Á mynd
frá hægri: Daði Ágústsson, fyrrum meistari stúkunnar, Gunnar Magnússon, formaður Líknarsjóðs stúkunnar, Hafliði Hjartarson, stúkubróðir, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna og Sigurður Geirsson yfirmeistari stúkunnar. Þessum herramönnum er kærlega þakkað fyrir komuna og stúkunni fyrir höfðinglega gjöf.
15.12.2021
Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.
15.12.2021
Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.