Það var svo sannarlega stuð í Mörk í dag þegar félagarnir Gunnar og Þórður í hljómsveitinni Tvíund komu og héldu uppi fjöri. Þeir fóru um víðan völl í tónlistinni, sungu mörg lög sem allir þekktu og gátu raulað með.

Það var fullur salurinn á fyrstu hæð og mikil gleði í húsinu með þessa fjörugu og góðu heimsókn.