Jónasarstofa var opnuð á Vegamótum á Grund í vikunni. Peningagjöf barst til heimilisins frá heimilismanni og aðstandendum hans. Henni var varið til að útbúa stofu þar sem hægt væri að hlusta á tónlist, slaka á og eiga samverustundir sem örva líkama og sál.
Stofan verður kölluð Jónasarstofa, í höfuðið á heimilismanninum.
Fjölskylda Jónasar og starfsfólk unnu sameiginlega að þessu verkefni sem gefur gjöfinni enn meira gildi.
Fjölskyldunni er innilega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf