Starfsfólki boðið á íslenskunámskeið

Íslenskuáfanga þrjú lauk nýlega á Grund en það eru þrír áfangar í boði fyrir starfsfólk Grundarheimilanna ár hvert, áfangi 1,2 og 3.
Það verður að segjast að nemendur eru fróðleiksfúsir og gaman að fylgjast með og upplifa hvernig erlenda starfsfólkinu okkar fer fram í málinu.
Á næsta ári byrjum við aftur á áfanga eitt og svo koll af kolli. Grundarheimilin leggja áherslu á að allir erlendir starfsmenn sæki alla íslenskuáfangana þrjá sem boðið er upp á.
Það er Mímir sem stendur að baki námskeiðshaldinu en Hrefna Clausen sem skipuleggur og kennir áfangana.