Fréttir

Þorralögin sungin í Mörk

Söngstundirnar í Mörk eru ávallt vel sóttar og síðast voru þorralögin sungin. Heimilismenn kunnu auðsjáanlega vel að meta lagavalið því þeir tóku hressilega undir og salurinn ómaði af indælum söng.

Prjónaklúbburinn vinsæll

Á mánudögum hittast heimiliskonur á Litlu og Minni Grund og prjóna saman. Þórhalla, sem vinnur í iðju og félagsstarfi, heldur utan um stundirnar sem eru afskaplega notarlegar. Herrarnir sem hér búa eru auðvitað líka velkomnir í selskapinn en um þessar mundir eru það eingöngu konur sem mæta í prjónaklúbbinn.

Þorrabingó vinsælt

Það var boðið upp á þorrabingó í vikunni hér á Grund

Fylgst með handboltanum í Ási

Það hefur verið mikil stemning í kringum handboltaleikina hér í Ási.

Vöfflukaffi í Vesturási

Það var boðið upp á vöfflukaffi í vikunni í Vesturási.

Þrettándagleði á Grund

Það var haldið þrettándaball á Grund og mikið húllumhæ

Kjóll söngkonunnar vakti mikla athygli

Anna Margrét Káradóttir söngkona kom í heimsókn í morgunstund Grundar í gær og tók nokkur lög fyrir heimilisfólkið.

Fimmtíu starfsmenn sóttu íslenskunámskeið

Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3.

Fiðluleikarar léku jólalögin

Við hér í Mörk fengum í heimsókn dásamlega gesti á aðventunni

Jólalögin leikin fyrir heimilisfólk

Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar kom á aðventunni og lék jólalögin í hátíðasal.