Fréttir

Sjúkraliðanemar í heimsókn

Í dag komu um 45 sjúkraliðanemar frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti að kynna sér starfsemina í Mörk

Skáru út grasker fyrir hrekkjavöku

Heimilisfólk og starfsfólk í Ási tók höndum saman og skreytti og skar úr grasker fyrir hrekkjavökuna sem var í gær

Ljúfir tónar og heitt súkkulaði

Grund fagnar um þessar mundir 101 árs afmæli og býður jafnframt í foreldrakaffi sem hefur verið boðið í frá árinu 1925 með eintaka undantekningum

Sjúkraþjálfun á Grundarheimilunum

Á Grundarheimilunum erum við með starfandi sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga. Þær Guðrún Geststdóttir og María Guðnadóttir eru sjúkraþjálfara starfandi annars vegar á Grund og hinsvegar í Mörk. Í nokkurn tíma núna hefur okkur vantað sjúkraþjálfara í Ási en það stendur heldur betur til bóta því um mánaðarmótin er væntanleg til starfa Christina Finke. Býð ég hana velkomna til starfa og hlakka til að sjá líf færast í starfsaðstöðu sjúkraþjálfunar í Ási eftir nokkurt hlé. Guðrún og María segja hér að neðan frá starfsemi sjúkraþjálfunar á Grund og í Mörk. Markmið sjúkraþjálfunar er að viðhalda og/eða auka virkni, hreyfifærni og göngugetu heimilismanna og stuðla þannig að aukinni sjálfsbjargargetu og vellíðan, bæði andlegri og líkamlegri. Einnig að finna leiðir til varnar byltum, kreppumyndun og myndun þrýstingssára. Sjúkraþjálfari og íþróttafræðingar vinna saman að þjálfun heimilisfólks Grundarheimilanna. Heimilisfólki býðst að mæta í þjálfun 2-3x í viku eða eftir samkomulagi, ýmist í æfingasal eða á heimili þess. Sjúkraþjálfari metur alla íbúa með tilliti til líkamlegrar færni og setur upp einstaklingsmiðaða æfingaáætlun í samráði við íþróttafræðinga og íbúann sjálfan. Áherslur í þjálfun eru á styrkjandi og liðkandi æfingar, göngu- og jafnvægisæfingar, auk úthaldsaukandi æfinga, allt eftir þörfum og áhuga hvers og eins. Sjúkraþjálfari veitir verkjameðferð eftir þörfum í þverfaglegri samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir, sinnir endurhæfingu eftir slys og veikindi, metur þörf fyrir og útvegar spelkur, hjólastóla og göngugrindur og er tengiliður við stoðtækjafyrirtækin varðandi viðhald og viðgerðir á þeim. Að auki fræðir sjúkraþjálfari starfsmenn og leiðbeinir um góðar vinnustellingar til að forðast álagsmeiðsli. Íþróttafræðingar stýra sitjandi hóptímum 1-2x í viku á hverri deild þar sem áherslan er fyrst og fremst á styrkjandi og liðkandi æfingar Kveðja og góða helgi, Karl Óttar Einarsson Forstjóri Grundarheimilanna

Söngurinn ómaði um húsið

Það var skemmtileg heimsóknin sem við fengum hingað á Grund í gær.

Síðasta sperran komin upp

Það er gaman að segja frá því að síðasta sperran er komin upp í kaffihúsið sem nú rís í garði Grunda

Bleiki dagurinn Mörk 60+

Haldið var upp á bleika daginn hérna í Mörk síðasta föstudag. Íbúar og starfsmenn voru hvattir til að klæðast bleiku eða bera bleiku slaufuna til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu. Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í deginum.

Bleikur dagur í Mörk

Bleiki dagurinn í síðustu viku var tekinn með trompi í Mörk.

Kvennaverkfall

Á þriðjudag í næstu viku, 24. október er boðað kvennaverkfall þar sem að konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf þann dag. Grundarheimilin eru stór vinnustaður þar sem að konur starfa í miklum meirihluta. Það er ekki hægt annað en styðja við og sýna því skilning að við þurfum að ná lengra í jafnréttisátt, þá hvað okkar geira varðar að ná fram réttlátari launum fyrir okkar störf til samræmis við jafnverðmæt hefðbundin karlastörf. Að vinna á hjúkrunarheimili er erfið vinna og reynir mikið á það frábæra fólk sem að þar starfar bæði líkamlega og ekki síður andlega, óháð kyni. Mældur launamunur kynjana á Grundarheimilunum er nánast enginn og mælingar sýna til skiptis að launamunur sé konum og körlum í vil, en munurinn er það lítill að hann telst ekki marktækur. Launasetning á okkar heimilum byggist að lang mestu leiti á taxtalaunum skv. gildandi kjarasamningum hverju sinni. Vandamálið er því ekki innanhús hjá okkur heldur er verðmætamat starfanna í samfélaginu ekki réttlátt. Kjarasamningar þeir sem að við störfum eftir fylgja kjarasamningum ríkisins við sömu stéttir, enda fáum við fjármögnun á fjárlögum á grundvelli kostnaðarmats kjarasamninga ríkisins. Við myndum gjarnan vilja sjá hækkanir á þessum launum sem að endurspeglar raunverulegt verðmæti starfanna fyrir samfélagið. Mikilvægi starfanna hjá okkur er okkur öllum augljós. Einmitt þess vegna er ekki hægt að leggja niður störf allra kvenna og kvára í heilan dag á hjúkrunarheimili, það er óumdeilt og aðstandendur átaksins sýna því skilning. Á okkar heimilum stöndum við öll saman vaktina til klukkan 13 nk. þriðjudag og sýnum samstöðu með þeim sem að geta ekki lagt niður störf allan daginn án þess að stefna öryggi okkar heimilisfólks í hættu. Frá klukkan 13 förum við niður í skilgreinda öryggismönnun á hjúkrunardeildum til þess að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í skipulagðri dagskrá dagsins. Kvöld- og næturvaktir verða fullmannaðar enda er þar um að ræða öryggismönnun. Reikna má með þjónustuskerðingu að einhverju leiti að þessum sökum en reiknað er með að það náist að tryggja öryggi með lágmarksmannskap. Við öll á Grundarheimilunum styðjum baráttuna og hvetjum stjórnvöld til þess að tryggja það að nauðsynlegar kjarabætur náist fram sem að endurspeglar verðmæti starfanna. Kveðja og góða helgi Karl Óttar Einarsson Forstjóri Grundarheimilanna

Spilað í Mörk 60+

Í tómstundaherbergjum okkar í Mörk hittist fólk í hverri viku og spilar. Móinn er tómstundarými með spilaborðum og þar er skipulögð spila dagskrá í hverri viku. Á mánudögum kl.13:00 er spiluð vist, á miðvikudögum kl.13:00 er canasta spiluð og á föstudögum kl. 13:00 er bridds spiluð. Allir íbúar sem hafa áhuga eru velkomnir í spilin.