Þorralögin sungin í Mörk

Söngstundirnar í Mörk eru ávallt vel sóttar og síðast voru þorralögin sungin. Heimilismenn kunnu auðsjáanlega vel að meta lagavalið því þeir tóku hressilega undir og salurinn ómaði af indælum söng.