Vöfflukaffi í Vesturási

Það var boðið upp á vöfflukaffi í vikunni í Vesturási. Lilja, Guðrún Anna og Eyjólfur sáu um að baka vöfflur ofan í gesti og gangandi. Hvað er betra en ilmurinn af nýbökuðum vöfflum enda barst hann út á götu og hafði mikið aðdráttarafl.