08.01.2021
Gleðilegt nýtt ár !!
Síðasti pistill minn um að vera í vinnunni, ekki símanum, vakti nokkur viðbrögð. Blendin. Sem er ánægjulegt.
Nokkrir voru umræðunni fegnir og tóku heils hugar undir ábendingar þess efnis um nauðsyn þess að taka á málinu. Aðrir voru ósáttir við mínar hugleiðingar og að ég ætti nú barasta ekki að vera með þær á þessum vettvangi. Hvoru tveggja gagnlegar og skemmtilegar ábendingar sem ég fagna og tek til skoðunar ásamt mínu samstarfsfólki.
Ég er svo feginn að við erum ekki öll sammála og þegar ég fæ frá lesendum pistlanna rökstuddar hugleiðingar í framhaldi af pistlasendingunum, verður oft eitthvað gott til úr því. Það væri lítið gagn af skrifum mínum ef ég fengi aldrei viðbrögð og ef allir væru sammála mér. Skiptar skoðanir eru okkur öllum mjög mikilvægar. Dettur í hug ummæli Víðis (hins eina sanna) að hann tæki alla gagnrýni og ábendingar sem betur mætti fara hjá þríeykinu vel. Og þau skoðuðu það allt saman af kostgæfni og skiptu stundum um skoðun ef þeim fannst það rökrétt.
Ég hef einstaka sinnum fengið beiðnir frá einstaklingum um að vera teknir af póstlistanum, sem er alveg sjálfsagt mál og ég læt græja það strax. Önnur leið, ef svo ólíklega vill til að viðkomandi hefur kannski áhuga á innihaldi einhvers pistils síðar, er að eyða honum hið snarasta, tekur um það bil tvær sekúndur.
Heiðarleg skoðanaskipti eru okkur öllum til góðs og hlakka til þeirra á þessu bjarta og fallega ári.
Kveðja og góða helgi,
Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna
06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
31.12.2020
Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla- og ármótahátið og upphaf bólusetningar en í gær vour heimilismenn í Mörk bólusettir. Eftir þrjár vikur verða þeir allir bólusettir að nýju og viku þar á eftir teljast heimilismenn fullbólusettir.
30.12.2020
Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla-og áramótahátíð og upphaf bólusetningar en í gær voru heimilismenn á Grund bólusettir með fyrri skammti bóluefnis en sá seinni verður að þremur vikum liðnum. Þ
30.12.2020
Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.
30.12.2020
Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.
30.12.2020
Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu
29.12.2020
Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund
29.12.2020
Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.
28.12.2020
Á morgun þriðjudag 29.12 hefjast bólusetningar gegn Covid-19 hjá heimilismönnum á Grund. Gefa á eina sprautu nú og svo aðra eftir u.þ.b. 3 vikur.
Það verðar allir bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er með alvarleg veikindi þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir.
Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna
Mússa