Fréttir

Kæru aðstandendur

Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér á Grund eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, deildirnar eru búnar að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið. Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna

Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.

Höfðingleg gjöf til Markar

Þessir vösku herramenn frá Oddfellowstúkunni Ara Fróða komu aldeilis færandi hendi í Mörk í vikunni með styrk upp á hálfa milljón til kaupa á þjálfunarhjóli fyrir sjúkraþjálfunina hér í Mörk. Á mynd frá hægri: Daði Ágústsson, fyrrum meistari stúkunnar, Gunnar Magnússon, formaður Líknarsjóðs stúkunnar, Hafliði Hjartarson, stúkubróðir, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna og Sigurður Geirsson yfirmeistari stúkunnar. Þessum herramönnum er kærlega þakkað fyrir komuna og stúkunni fyrir höfðinglega gjöf.

Glænýjar gulrætur í hús

Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.

Jólapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.

Kæru aðstandendur

Nú hefur heimilisfólk á A2 verið útskrifað úr einangrun og því sóttkví aflétt. Deildin er nú opin fyrir heimsóknir en sem fyrr biðjum við alla að fara varlega og gæta að persónubundnum sóttvörnum. Áfram er grímuskylda. Þetta er dásamlegur dagur og ég veit að ástvinir ykkar bíða spenntir eftir að sjá ykkur😊

Kæru aðstandendur

Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér í Mörk eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, heimilin eru búin að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið. Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna. Fer heimilismaður úr húsi um jólin? Það er ekki óalgengt að heimilismaður fari heim til ástvina yfir jólin. Nauðsynlegt er fyrir starfsfólk að vita hverjir verða ekki heima og þá hvaða daga. Biðjum við ykkur að láta starfsfólk vita og þau skrá hjá sér hverjir fara og hvenær. Aðstandendur eru beðnir að aðstoða sitt fólk vegna heimferðar og vinsamlegast athugið að koma í tíma þar sem stefnt er að því að hátíðarkvöldverður byrji kl.18 á aðfangadag í Mörk og starfsfólk því upptekið við borðhald á þeim tíma. Þá biðjum við ykkur þegar heim í Mörk er komið að aðstoða ykkar fólk eins og þið treystið ykkur til og að láta starfsfólk vita að viðkomandi er komin heim. Því miður getum við ekki boðið aðstandendum að borða með okkur yfir hátíðirnar þar sem sóttvarnarreglur mæla með að gestir dvelji ekki í sameiginlegum rýmum heimilisins heldur séu eingöngu inni á herbergjum ástvina sinna. Hinsvegar bendum við aðstandendum á að þeir eru ávallt velkomnir og notalegt getur verið að koma til dæmis eftir kvöldmat aðfangadagskvöld, njóta samveru með sínum ástvini og ef til vill aðstoða við að taka upp jólapakka. Hjólastólaleigubílar Þeir sem þurfa á þjónustu hjólastólabíla að halda er bent á að miklar annir eru á leigubílastöðvunum á milli kl.16-18 á aðfangadag og því getur borgað sig að panta bíl fyrr að deginum. Aðstandendur verða að sækja sitt fólk upp á heimili og aðstoða í leigubílana. Aðstandendum er bent á að panta hjólastólabíl í tíma. Nýr fatnaður Athugið sérstaklega að merkja allan nýjan fatnað með merkitúss með upphafsstöfum og herbergisnúmeri, þetta er nauðsynlegt þar sem búast má við að einhver tími líði þar til nýr fatnaður verður merktur af okkur. Guðsþjónusta Á aðfangadag er hátíðarguðsþjónust í Mörk kl.15:00. Prestur og kirkjukór Grensáskirkju sjá um guðsþjónustuna

Mikil gleði í desember

Og það er bakað og bakað

Það er verið að baka víða á Grund, smákökuilmur tekur á móti manni í setustofum heimilisins. Nokkrar myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga

Jólabaksturinn á Litlu Grund

Það var virkilega notalegt á Litlu Grund þegar heimilismenn sátu við jólatónlist og bökuðu smákökur síðastliðinn laugardag. Það var síðan boðið upp á nýbakaðar smákökur með kaffinu.