Vikupistlar forstjóra

Tvískinnungur ríkisins í húsaleigumálum

Ríkið er skrítin skepna. Hagar sér með furðulegum og mótsagnakenndum hætti í sumum málum, til dæmis húsaleigumálum. Ríkið á eðli máls samkvæmt margar byggingar. Sumar hverjar notar ríkið undir eigin starfsemi, aðrar eru leigðar út til reksturs þar á meðal hjúkrunarheimila. Ein af þeim fasteignum sem eru í eigu ríkisins og umsjá Ríkiseigna er hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði, Skjólgarður. Skv. gögnum sem ég hef undir höndum er Skjólgarður að greiða rúmlega 1,5 milljónir á mánuði í húsaleigu til ríkisins/Ríkiseigna af því húsnæði sem hjúkrunarheimilið er rekið í, eða rúmlega 18 milljónir á ári. Þessir peningar eru greiddir af daggjöldum sem Skjólgarður fær skv. samningi sínum við Sjúkratryggingar Íslands en í 11. gr þess samnings segir meðal annars að svo kölluðu húsnæðisgjaldi sé ekki ætlað að standa undir stofnkostnaði, afskriftum og meiri háttar breytingum. Þá segir í 14. gr sama samnings að það sé óheimilt að ráðstafa fé í annað en er tilgreint í samningnum og það kemur ekkert fram í honum að það megi greiða húsaleigu af þessum aurum, eins og reyndar er gefið einnig í skyn í 11. gr.

Gylfanefndin

Á haustdögum skipaði heilbrigðisráðherra nefnd undir formennsku Gylfa Magnússonar háskólaprófessors. Tilurð nefndarinnar er samkomulag á milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratrygginga Íslands og Sambands sveitarfélaga um að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Í nefndinni eiga fulltrúa auk Gylfa formanns, fulltrúi frá framangreindum þremur aðilum auk fulltrúa heilbrigðisráðuneytis. Ég sit í nefndinni fyrir hönd SFV.

Bjartara framundan

Fréttir undanfarna daga vekja bjartsýni í brjósti. Svo virðist sem að bóluefni við Covid – 19 sé innan seilingar. Þegar það verður endanlega staðfest og hafist verður handa við bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópum, má segja að lokaorustan við þessi leiðindaveiru sé loks hafin. Og allar lýkur á því að okkur takist að sigra hana.

Hafa unnið hjá okkur í 895 ár

Um mánaðarmótin október – nóvember ár hvert hafa Grundarheimilin þrjú boðið starfsmönnum sínum til kvöldverðar (áður fyrr kvöldkaffis). Þetta hefur verið í tengslum við foreldrakaffi á Grund og afmælisdag Grundar sem er 29. október. Hafa þessar kvöldstundir verið vel heppnaðar að mínu mati og góður vettvangur til að hitta starfsfólkið utan hefðbundins vinnutíma og njóta góðra veitinga saman.