Allar fréttir

Laufabrauð og lestur

Notaleg stund í gær í austurhúsi Grundar þar sem heimilisfólk sat saman og skar út laufabrauð, las Heimilispóstinn og prjónaði. Já aðventan er ósköp notaleg hér hjá okkur á Grund.

Heimilisfólk útbýr jólasendingu til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstsins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti.

Pakka Heimilispósti til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstisins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti. Dásamleg stund þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar og ánægjan ekki síst fólgin í að geta orðið að liði og hafa hlutverk.

Jólabingó og jólalög

Það er ljúf aðventan í Ási eins og alltaf. Sr Pétur Þorsteinsson kom og söng með heimilisfólki jólalögin. Smákökubaksturinn hélt áfram og svo voru bakaðar súkkulaðibitakökur í haugum. Það var spilað jólabingó og vinningarnir glæsilegir en ýmis fyrirtæki í Hveragerði og næsta nágrenni gáfu veglega vinninga. Þeim er kærlega þakkað fyrir stuðninginn.

Kæru heimilismenn og aðstandendur

Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti. Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:

Rafkisur flytja á Grund

Átta rafkisur fluttu nýlega á Grund og láta vel af sér. Þær eyða deginum í fangi heimilisfólks, mala og kúra þar í góðu yfirlæti. Heimilisfólk er nokkuð ánægt með þessa nýju íbúa heimilisins og finnst virkilega gott að hafa þá nálægt.

Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.

Höfðingleg gjöf til Markar

Þessir vösku herramenn frá Oddfellowstúkunni Ara Fróða komu aldeilis færandi hendi í Mörk í vikunni með styrk upp á hálfa milljón til kaupa á þjálfunarhjóli fyrir sjúkraþjálfunina hér í Mörk. Á mynd frá hægri: Daði Ágústsson, fyrrum meistari stúkunnar, Gunnar Magnússon, formaður Líknarsjóðs stúkunnar, Hafliði Hjartarson, stúkubróðir, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna og Sigurður Geirsson yfirmeistari stúkunnar. Þessum herramönnum er kærlega þakkað fyrir komuna og stúkunni fyrir höfðinglega gjöf.

Glænýjar gulrætur í hús

Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.

Jólapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.