Allar fréttir

Svona á þetta að vera

Það er jólakósý þennan morguninn. Sígilda jólamyndin HOME ALONE og makkarónur og súkkulaði. Hversu nettur morgun?

Hvað ungur nemur

Þessir menn tóku daginn snemma með skák. Magnús Þór 8 ára, sonur Thelmu iðjuþjálfa, kíkti við og lék skák við Björn í Glaumbæ á 2. hæðinni. Þá tók Doddi íþróttafræðingur við og þá var það hraðskák, takk fyrir.

Tjúttað við jólatóna

Grundarbandið kom nýlega til okkar og lék fyrir dansi. Það er alltaf gaman þegar þau gleðja okkur með dúndrandi stuði og notalegri nærveru. Heimilisfólk og starfsfólk hrífst með og svífur um hátíðarsalinn í ljúfum dansi.

Heilt þorp sem hreppti fyrsta sætið

Það var stemning í Ási þegar keppst var við að skreyta piparkökuhús fyrir keppnina um flottasta piparkökuhúsið. Dómnefndin var skipuð starfsmönnunum Veru Sigurðardóttur, Þresti Helgasyni og Benedikt Sigurbjörssyni. Keppnin var hörð og ekki mörg stig sem skildu að. Jólaþorp hjúkrunar hreppti fyrsta sætið, þá húsið í Ásbyrgi og í þriðja sæti varð húsið í Bæjarási. Þáttakan var frábær við gerð og kynningu húsanna.

Jólaball í Mörk

Jólasveinar kíktu í heimsókn í Mörk í gær og Skjóða kom með þeim. Það var dansað í kringum jólatré og Skjóða sagði skemmtilega sögu. Auðvitað mættu jólasveinarnir með poka og glöddu ungviðið með límmiðum og ávaxtanammi.

Jólalegt í Ási

Það er heilmikil vinna fólgin í því að skreyta jólatré í Ási og hér er verið að setja ljós á stórt jólatré .

Jólatónleikar á Grund

Jólakórinn undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur hélt tónleika í hátíðarsal Grundar í gær, laugardaginn 3. desember. Sungin voru jólalög fyrir fullum sal og í lokin voru gestir hvattir til að syngja með Heims um ból. Hátíðleg stund og Jólakórnum er innilega þakkað fyrir frábæra tónleika og að gefa sér tíma til að koma og gleðja fólkið okkar með þessum yndislegu jólatónum.

Íslandsbanki gaf Grund hjólastólagalla

Fyrir skömmu kom Ólöf Árnadóttir fulltrúi frá Íslandsbanka færandi hendi, þegar hún afhenti Grund Hlýtt úti hjólastólagalla að gjöf. Hjólastólagallinn er frumkvöðlaverkefni sem Íslandsbanki styður, en gallinn er hlýr og einfaldur í notkun, og gerir heimilisfólki kleift að njóta betur útivistar allan ársins hring. Við á Grund þökkum Íslandsbanka innilega fyrir þessa hugulsömu gjöf sem mun nýtast heimilisfólki vel í vetur. Gallann má nálgast hjá húsvaktinni.

Rauður dagur í Mörk

Það var rauður dagur í Mörk í gær og dagurinn tekinn með trompi eins og annað á þeim bæ. Myndirnar sem teknar voru á annarri hæðinni í gær endurspegla gleðina í húsinu.

Jólatré úr gömlum bókum

Þessa dagana eru heimilismenn í Mörk að búa til skemmtileg jólaré úr gömlum bókum. Heimilisfólk er áhugasamt um þetta verkefni en finnst sárt þegar gömlu bækurnar eur rifnar og tættar niður. Það eru breyttir tímar.