Fréttir

Kosning utan kjörfundar í Mörk

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér í Mörk sunnudaginn 12. september nk. kl. 11:00-14:00. Atkvæðagreiðslan fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á fyrstu hæð og er eingöngu ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa og gæta jafnframt vel að sóttvörnum s.s. vera með grímu, spritta hendur og gæta fjarlægðar.

Kosning utan kjörfundar á Grund

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér á heimilinu laugardaginn 11. september nk. og fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á V-1. Atkvæðagreiðsla þessi er ætluð heimilismönnum á Grund. Heimsóknargestur þann daginn má gjarnan fylgja sínum aðstandanda, en þarf að bera grímu og gæta að sóttvörnum. Heimilisfólki í austurhúsi er boðið að kjósa frá kl. 11-12 Heimilisfólki á Litlu og Minni Grund er boðið að kjósa frá kl. 12-14 Heimilisfólki í vesturhúsi er boðið að kjósa 14-15

Gleðigjafi í sjúkraþjálfun Markar

Fura er tæplega tveggja ára labrador tík sem mætir oft til vinnu í sjúkraþjálfun Markar með Heiðrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur sjúkraþjálfara. Hún segir að Fura sé enn mikill fjörkálfur og því þurfi að passa vel upp á að hún haldi smá fjarlægð en hún er falleg og róleg ef hún fær ekki of mikla athygli. Heimilisfólkið er hrifið af henni og finnst notalegt að vita af henni.

Heimilispósturinn - september 2021