Vellíðan - Virðing - Vinátta

Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

23.01.2026  |  Grund

Boccia eykur hreyfigetu efri hluta líkamans

Það var notalegt andrúmsloftið á Grund í vikunni þegar þær Anne og Guðbjörg buðu upp á boccia einn morguninn. Boccia hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Leikurinn eykur hreyfigetu í höndum, örmum og efri hluta líkamans. Boccia bætir samhæfingu og jafnvægi, jafnvel þegar setið er og hjálpar til við að viðhalda styrk og liðleika án álags. Boccia þjálfar einbeitingu og stuðlar að því að halda heilanum virkum með taktík og útreikningum.
23.01.2026  |  Grund

Tónlist og minnissjúkdómar

Magnea Tómasdóttir og nemendur hennar í Listaháskóla Íslands sem eru að læra um tónlist og minnissjúkdóma bjóða upp á vikulegar stundir fram að páskum. Þetta eru dásamlegar stundir og ekki bara fyrir heimilisfólk heldur líka gefandi fyrir starfsfólk sem sér áhrifin sem tónlist hefur á heimilisfólk.
22.01.2026  |  Mörk

Sex ára söngkona

Nýlega stóð til að sýna bíómynd í matsalnum í Mörk en sökum tæknilegra örðugleika var það ekki hægt. Hún Rebekka átti ráð við því, náði í gítarinn og blés til söngstundar í staðinn. Við fengum góðan gest í söngstundina, Emblu Rós. Hún er sex ára og söng hástöfum með okkur lagið Heyr mína bæn. Þvílík dásemdar stund
21.01.2026  |  Grund, Ás, Mörk

Bygging hjúkrunarheimilis í Ási er á áætlun

Framvinda byggingar hjúkrunarheimilisins í Ási gengur vel og er verkið á áætlun en hjúkrunarheimilið í Ási er eitt þriggja heimilanna sem er undir hatti Grundarheimilanna. Gísli Páll Pálsson, stjórnarformaður Grundarheimilanna, segir að þessa dagana sé verið að reisa veggi fjórða og síðasta hlutans sem er að austanverðu. "Búið er að steypa þakplötu á hina þrjá hlutana og hiti kominn á þá. Frágangi þaks á fyrsta húsi að vestanverðu er lokið að fullu og þar með talið að hífa úthagatorf á þakið. Það hefur hjálpað verulega til hversu tíðarfarið hefur verið gott í vetur en ekki síður að Húsvirki sem er verktaki verksins hefur staðið sig mjög vel. Forsteyptar einingar eins og húsið er byggt úr hefur stytt byggingartímann verulega og hefur húsið risið á undrafljótan hátt."
16.01.2026  |  Mörkin

Dásamlegur morgun í Heilsulind Markar

Það eru notalegir föstudagsmorgnarnir í Heilsulind Markar. Sundleikfimin er vel sótt. Mörgum finnst alveg nauðsynlegt að skella sér fyrir eða eftir leikfimina í heita pottinn og kryfja heimsmálin og annað sem á hugann sækir. Laila, sem er "húsmóðirin" í Heilsulind Markar bíður svo með bros á vör þegar komið er úr sundinu og býður upp á ferska ávexti, kaffi og konfekt. Og auðvitað er haldið áfram að spjalla um lífið og tilveruna.
22.12.2025  |  Grund, Mörk

Hópstjórar hittast og fræðast

Nýlega hittust hópstjórar Grundar og Markar og áttu saman góðan dag. Boðið var upp á allskonar fræðslu og starfsfólk sammála um að gaman væri að hittast með þessum hætti og kynnast.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband