19.09.2024 | Mörk
Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa mér að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.