Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

06.12.2024  |  Grund

Markaður á Grund

Heimilisfólk og aðstandendur kunnu vel að meta markaðsdaginn sem boðið var uppá hér á Grund í byrjun viku. Fatnaður og fylgihlutir, allt á 40% afslætti. Markaðurinn verður aftur settur upp þriðjudaginn í næstu viku og fer síðan í Mörk. Endilega kíkið við. Þarna leynast jólagjafir, jólafatnaður og ýmislegt sem kannski heimilifólk hefur not fyrir. Svo er bara alltaf svo gaman að skoða og máta
04.12.2024  |  Grund

Rauður dagur

Til að fagna aðventunni var ákveðið að hafa rauðan dag á Grund. Ekki stór viðburður en nóg til þess að laða fram bros á varir og veita tilbreytingu. 💄 Margir tóku þátt og sumir skörtuðu bara eldrauðu naglalakki eða rauðum varalit. Það var að sjálfsögðu tekið með
02.12.2024  |  Grund

Jólalögin í hátíðasal

Það er orðið jólalegt hjá okkur á Grund og nú í desember verða jólalögin allsráðandi í söngstundunum hjá Jóni Ólafi. Hvetjum ykkur aðstandendur góðir til að mæta með fólkinu ykkar en söngstundirnar eru á föstudögum klukkan 13.30 í hátíðasal heimilisins. Dásamlegt að taka þar jólalögin með sínu fólki
26.11.2024  |  Mörk

Jólaglögg og jólatónar

Það styttist í aðventuna og við hér í Mörk hlökkum til að skreyta og undirbúa komu jólanna. 🌲 Þær Fanney jólaálfur og Rakel jólastrumpur þjófstörtuðu aðventunni með jólatónlist, dansi og glensi og færðu heimilunum jólaglögg🍷
20.11.2024  |  Til aðstandenda - Ás, Ás

Kosið á Ási í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024  |  Til aðstandenda - Mörk, Mörk

Kosið í Mörk í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband