Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

19.09.2024  |  Mörk

Það koma til mín setningar sem verða að ljóðum

Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa mér að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.
17.09.2024  |  Mörkin

Bókavinir í Mörk 60+

Bókavinir í Mörk koma saman vikulega frá því snemma að hausti til vors. Nú er hafið fjórtánda starfsár hópsins og er lesefnið fyrra hluta vetrar Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness. Hlustað er á lestur höfundar sjálfs og í kjölfarið umræður um efnið, Ólafur Pálmason íbúi leiðir hópinn. Bókavinir í Mörk eru alla miðvikudaga kl.13 í Mýrinni og eru allir íbúar 60+ velkomnir.
11.09.2024  |  Grund

Gulur dagur á Grund

September er gulur mánuður þ.e. hann er tileinkaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Við á Grund vildum minna á málstaðinn og styðja við málefnið með því að klæðast gulu í gær
11.09.2024  |  Ás

Pongó er í hálfu starfi í Ási

Border Collie/labrador blendingurinn Pongó er í hálfu starfi í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hann mætir galvaskur snemma á morgnana og fer svo heim í hádeginu til að safna kröftum og hvíla lúin bein. Eigandi hans Christina Finke er sjúkraþjálfari í Ási og segir að allir elski Pongó og hann laði að sér fólk bæði unga sem aldna.
10.09.2024  |  Ás

Dásamlegt tré í sjúkraþjálfuninni í Ási

Þær leyna á sér Christina Finke og Ása Sóley Svavarsdóttir sem vinna í sjúkraþjálfuninni í Ási. Þar er stór veggur sem var svo tómlegur fannst Christinu og hún sá fyrir sér að skreyta hann með einhverju hlýlegu og fallegu. Hún rakst á þetta dásamlega tré á netinu og hún og Ása notuðu skjávarpa til að koma því á vegginn. Þær teiknuðu útlínurnar á vegginn. Síðan kom Christina eitt kvöldið í vinnuna og málaði. Í gær var opið hús hjá sjúkraþjálfuninni og þá var heimilisfólkið hvatt til að skreyta tréð með fallegum orðum. Frábær hugmynd og enn betra að koma henni í framkvæmd. Ekkert smá flott.
09.09.2024  |  Mörk

Lopapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var haldinn lopapeysudagur á Grundarheimilunum síðastliðinn miðvikudag. Hér eru það starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð Markar sem skarta lopanum.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband