Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

09.09.2024  |  Mörk

Lopapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var haldinn lopapeysudagur á Grundarheimilunum síðastliðinn miðvikudag. Hér eru það starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð Markar sem skarta lopanum.
06.09.2024  |  Grund

Vöffluilmurinn dásamlegur

Nýbakaðar vöfflur með rjóma og sultu eru dásamlegar en ilmurinn meðan á bakstri stendur er nefnilega ekkert síður dásamlegur. Nokkrar heimiliskonur voru meira en til í vöfflubakstur einn eftirmiðdaginn og þegar þær voru komnar af stað með baksturinn fór heimilisfólkið að renna á lyktina og koma til að fylgjast með bakstrinum
29.08.2024  |  Mörkin

Vöfflukaffið byrjað aftur hjá 60+

Þá er vöfflukaffið byrjað aftur eftir sumarfrí. Á mánudögum kl. 14:30 er vöfflukaffi í Kaffi Mörk fyrir íbúa í íbúðum 60+, en þá stendur íbúum til boða að kaupa vöfflu og kaffi. Notaleg samvera og er öllum íbúum 60+ velkomið að koma.
29.08.2024  |  Grund

Boccia í góða veðrinu

Það er gott að komast út undir bert loft þegar vel viðrar. Aðstandendur eru duglegir að bjóða fólkinu sínu í göngutúra og alltaf hægt, nú þegar haustar, að fá lánuð teppi í hjólastól ef heimilismaður þarf á að halda. Það er stutt í ísbúðina á Hagamel, á kaffihús, á svæðið vð Landakot og sumir arka niður að tjörn eða jafnvel niður að sjó. En stundum er líka bara gott að viðra sig í portinu hér á Grund og það gerðu heimilismenn um daginn þegar bocciatíminn var fluttur þangað.
28.08.2024  |  Grund

Fögnuðu hálfrar aldar vígsluafmæli á Grund

Félag fyrrum þjónandi presta sá um messuhald á Grund síðastliðinn sunnudag. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði og sr. Jón Þorsteinsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónuðu fyrir altari í tilefni af 50 ára vígsluafmæli þeirra. Félagar úr Grundarkórnum leiddu söng undir stjórn Kristínar Waage organista.
21.08.2024  |  Grund

Verslunin flutt að nýja kaffihúsinu

Verslun Grundar hefur nú verið flutt að nýja kaffihúsinu og er hún opin alla virka daga frá klukkan 12.30-15.30 eða þar til kaffihúsið verður opnað. Kaffihúsið er í raun tilbúið en þessar vikurnar standa yfir leyfisveitingar og lokaúttektir og er beðið eftir að öll tilskilin leyfi séu komin. Vonandi á næstu vikum. Það ríkir mikil eftirvænting meðal allra hér í húsinu og aðstandendur hafa einnig sýnt kaffihúsinu áhuga svo það verður gaman þegar loksins verður hægt að opna dyrnar fyrir kaffihúsagestum. Á meðfylgjandi mynd er fyrsti viðskiptavinurinn, starfsmaðurinn Rúnar, að kaupa sér orkudrykk hjá henni Rut í nýja verslunarhúsnæðinu.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband