Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

11.09.2024  |  Grund

Gulur dagur á Grund

September er gulur mánuður þ.e. hann er tileinkaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Við á Grund vildum minna á málstaðinn og styðja við málefnið með því að klæðast gulu í gær
11.09.2024  |  Ás

Pongó er í hálfu starfi í Ási

Border Collie/labrador blendingurinn Pongó er í hálfu starfi í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hann mætir galvaskur snemma á morgnana og fer svo heim í hádeginu til að safna kröftum og hvíla lúin bein. Eigandi hans Christina Finke er sjúkraþjálfari í Ási og segir að allir elski Pongó og hann laði að sér fólk bæði unga sem aldna.
10.09.2024  |  Ás

Dásamlegt tré í sjúkraþjálfuninni í Ási

Þær leyna á sér Christina Finke og Ása Sóley Svavarsdóttir sem vinna í sjúkraþjálfuninni í Ási. Þar er stór veggur sem var svo tómlegur fannst Christinu og hún sá fyrir sér að skreyta hann með einhverju hlýlegu og fallegu. Hún rakst á þetta dásamlega tré á netinu og hún og Ása notuðu skjávarpa til að koma því á vegginn. Þær teiknuðu útlínurnar á vegginn. Síðan kom Christina eitt kvöldið í vinnuna og málaði. Í gær var opið hús hjá sjúkraþjálfuninni og þá var heimilisfólkið hvatt til að skreyta tréð með fallegum orðum. Frábær hugmynd og enn betra að koma henni í framkvæmd. Ekkert smá flott.
09.09.2024  |  Mörk

Lopapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var haldinn lopapeysudagur á Grundarheimilunum síðastliðinn miðvikudag. Hér eru það starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð Markar sem skarta lopanum.
06.09.2024  |  Grund

Vöffluilmurinn dásamlegur

Nýbakaðar vöfflur með rjóma og sultu eru dásamlegar en ilmurinn meðan á bakstri stendur er nefnilega ekkert síður dásamlegur. Nokkrar heimiliskonur voru meira en til í vöfflubakstur einn eftirmiðdaginn og þegar þær voru komnar af stað með baksturinn fór heimilisfólkið að renna á lyktina og koma til að fylgjast með bakstrinum
29.08.2024  |  Mörkin

Vöfflukaffið byrjað aftur hjá 60+

Þá er vöfflukaffið byrjað aftur eftir sumarfrí. Á mánudögum kl. 14:30 er vöfflukaffi í Kaffi Mörk fyrir íbúa í íbúðum 60+, en þá stendur íbúum til boða að kaupa vöfflu og kaffi. Notaleg samvera og er öllum íbúum 60+ velkomið að koma.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband