Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

02.12.2024  |  Grund

Jólalögin í hátíðasal

Það er orðið jólalegt hjá okkur á Grund og nú í desember verða jólalögin allsráðandi í söngstundunum hjá Jóni Ólafi. Hvetjum ykkur aðstandendur góðir til að mæta með fólkinu ykkar en söngstundirnar eru á föstudögum klukkan 13.30 í hátíðasal heimilisins. Dásamlegt að taka þar jólalögin með sínu fólki
26.11.2024  |  Mörk

Jólaglögg og jólatónar

Það styttist í aðventuna og við hér í Mörk hlökkum til að skreyta og undirbúa komu jólanna. 🌲 Þær Fanney jólaálfur og Rakel jólastrumpur þjófstörtuðu aðventunni með jólatónlist, dansi og glensi og færðu heimilunum jólaglögg🍷
20.11.2024  |  Til aðstandenda - Ás, Ás

Kosið á Ási í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024  |  Til aðstandenda - Mörk, Mörk

Kosið í Mörk í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
18.11.2024  |  Grund

Kosið á Grund í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram á Grund í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.
14.11.2024  |  Til aðstandenda - Ás, Til aðstandenda - Grund, Til aðstandenda - Mörk, Grund, Ás, Mörk

Öll Grundarheimilin eru nú Eden heimili

Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏 Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás. Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum. Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi, https://edenalticeland.org/
Grundarheimilin

Kynningarmyndband