Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

03.10.2024  |  Grund

Deildi með heimilisfólki sögum af veru sinni á Grænlandi

Björg Sigurðardóttir ljósmóðir gladdi heimilisfólk með nærveru sinni í morgunstund í gær. Hún sagði frá störfum sínum og veru í Grænlandi. Það er stórkostlegt að upplifa hvað tónlistarfólk, rithöfundar, dansarar, fólk með áhugaverða sögu, fyrirlesarar og fræðimenn eru til í að koma í sjálfboðavinnu og deila með heimilisfólkinu okkar því sem það hefur fram að færa. Kærar þakkir öll sem gefið af tíma ykkar og veitið þannig tilbreytingu í líf fólksins okkar
25.09.2024  |  Mörk, Mörkin

Konukvöld

Í síðustu viku héldum við í fyrsta skipti konukvöld. Boðið var upp á konfekt og skálað í gleðidrykk. Þær Lilja, Súsanna, Edda, Bára og Sjöfn íbúar í 60+ ásamt Ástu á hárgreiðslustofunni voru með tískusýningu fyrir gesti með fötum úr verslunum Grundarheimilanna. Karl Óttar forstjóri kom og skenkti í glös hjá dömunum og Fanney iðjuþjálfi var kynnir kvöldsins. Mikil gleði og stuð og þökkum við fyrir skemmtilega kvöldstund.
23.09.2024  |  Mörkin

Réttardagur Mörk 60+

Síðastliðinn fimmtudag var réttardagur Markar. Íbúar 60+ fengu dýrindis kjötsúpu og bessastaðatertu í eftirrétt í hádeginu. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaðurinn hennar Björn Skúlason komu í heimsókn og nutu dagskránnar sem var í boði með íbúum. Gísli Páll stjórnarformaður Grundarheimilanna sagði frá smölun norðan og austan heiða, Halla Tómasdóttir ávarpaði gesti og í lokin var tekinn fjöldasöngur undir leiðsögn Rebekku Magnúsdóttur. Við erum þakklát Höllu og Birni fyrir yndislega heimsókn. Takk allir sem komu og nutu réttardagarins með okkur.
19.09.2024  |  Mörk

Það koma til mín setningar sem verða að ljóðum

Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa mér að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.
17.09.2024  |  Mörkin

Bókavinir í Mörk 60+

Bókavinir í Mörk koma saman vikulega frá því snemma að hausti til vors. Nú er hafið fjórtánda starfsár hópsins og er lesefnið fyrra hluta vetrar Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness. Hlustað er á lestur höfundar sjálfs og í kjölfarið umræður um efnið, Ólafur Pálmason íbúi leiðir hópinn. Bókavinir í Mörk eru alla miðvikudaga kl.13 í Mýrinni og eru allir íbúar 60+ velkomnir.
11.09.2024  |  Grund

Gulur dagur á Grund

September er gulur mánuður þ.e. hann er tileinkaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Við á Grund vildum minna á málstaðinn og styðja við málefnið með því að klæðast gulu í gær
Grundarheimilin

Kynningarmyndband