Hér í Ási höfum við nýtt góða veðrið að undanförnu og bardúsað ýmislegt.
Einn daginn fórum við og tíndum falleg blóm í Hverahlíðinni og fórum svo í gegnum Ásbyrgi.
Við enduðum daginn á að fá okkur Gatorade til að fylla á söltin í hitanum og bjuggum til keilu úr flöskunum.
Virkilega góður dagur og allir sáttir í þessu dásamlega veðri.