Snemma í gærmorgun gerðust undur og stórmerki á Grund.
Litli unginn sem Grundarparið Kókó og Kíkí eignuðust fyrir nokkrum vikum kom út úr kassanum. Heimilisfólk og starfsfólk hefur fylgst með unganum og beðið með eftirvæntngu að hann léti sjá sig frammi i búrinu en undanfarið hefur hann verið að stinga höfðinu út um gatið á kassanum sem er áfastur búrinu.
Í gær kom hann semsagt fram og foreldrarnir hafa verið að bera í hann æti. Hann er líkur pabba sínum, blár en eins og sést á einni myndinni er móðirin fagurgræn. Ekki er vitað um kynið ennþá