Karlakór Kjalnesinga söng jólalögin

Það var troðfullur salur af fólki sem beið með eftirvæntingu eftir Karlakór Kjalnesinga sem kom og söng fyrir heimilisfólk og íbúa Íbúða 60+ síðasta mánudagskvöld. Einn íbúanna, Hafliði Hjartarson, tók meðfylgjandi mynd fyrir okkur.
Kórinn undir stjórn Láru Hrannar Pétursdóttur söng jólalög í bland við hefðbundin lög karlakórsins.
Frábærir tónleikar. Þakka ykkur hjartanlega fyrir komuna Karlakór Kjalnesinga.
Hlökkum til að fá ykkur aftur í heimsókn á næsta ári.