Tónakvöld íbúa í Kaffi Mörk
Mörkin
21.12.2022
Föstudaginn 9. desember komu íbúar saman í Tónakvöldi í Kaffi Mörk. Jazzkvartett söngkonunnar Steingerðar Þorgilsdóttur kom og flutti ljúfa tóna við góðar undirtektir. Léttar veitingar og drykkir voru á boðstólnum. Viljum við þakka Steingerði og Jazzkvartett félögum hennar kærlega fyrir komuna og dásamlega kvöldstund.