Ilmurinn úr eldhúsinu...

Íbúum í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu og vart hægt að lýsa ánægjusvipnum á allra hörðustu skötuaðdáendunum þegar þeir gæddu sér á góðgætinu. Skatan var bæði á boðstólum í matsal íbúa en einnig á Kaffi Mörk þar sem þessar myndir voru teknar.