Um íbúðirnar

Núna fer fram úthlutun á íbúðum til þeirra sem sóttu um árið 2019-2020.

Mörk 60+

 
 
 

Engar íbúðir eru lausar sem stendur hjá Íbúðum 60+ í Mörkinni. Ef þú hefur áhuga á því að skrá þig á biðlistann þá endilega sendu tölvupóst á morkin@morkin.is eða hringir í síma 560-1901. Til að skrá sig á biðlistann þarf að gefa upp nafn, kennitölu, netfang, símanúmer og stærð á íbúð. Við munum svo hafa samband við þá sem eru á biðlistanum þegar að úthlutun kemur. Nú er um fimm ára bið eftir íbúð. Getur þó verið lengra ef um séróskir er að ræða.

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag til föstudags frá klukkan 10:00 til 14:00.

Lokað um helgar.

Greiðslufyrirkomulag

 
 
 

Íbúar greiða 30% eignarhluta af íbúðarverði ásamt því að greiða mánaðarlega afnotagjald (leigu) fyrir 70% sem er í eigu félagsins. Verðmæti 30% eignarhluta íbúa verðbætist miðað við byggingavísitölu, afskrifast um 2% á ári og er endurgreiddur að samningstíma loknum. Samningarnir eru ótímabundnir og uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara. Ekki er hægt að kaupa hærri hlut en 30%.

Greiðslur vegna afnota (leigu) af húsnæði og bílastæðum hækka í takt við breytingar á neysluverðsvísitölu. Innifalið í hússjóði er hiti og rafmagn í sameign og hiti í íbúð ásamt fasteignagjöldum og brunatryggingu, húsvörslu, umhirðu lóða og fasteigna. Íbúar greiða sjálfir fyrir rafmagnsnotkun í sinni íbúð skv. mæli, innbústryggingu og nettengingu.

Verð

 
 
 

Fyrir tveggja herbergja íbúð,74fm – 80fm, er 30% eignarhlutur um 18-20 milljónir og mánaðarlegar greiðslur um 310-350 þúsund (hússjóður og þjónustugjald innifalið).

Fyrir þriggja herbergja íbúð, 90fm – 113fm, er 30% eignarhlutur um 20-27 milljónir og mánaðarlegar greiðslur um 350-460 þúsund (hússjóður og þjónustugjald innifalið).

Fyrir þriggja-fjögurra herbergja íbúð, 140fm, er 30% eignarhlutur um 28-33 milljónir og mánaðarlegar greiðslur um 420-550 þúsund (hússjóður og þjónustugjald innifalið).

Bílastæði í bílakjallara er valfrjálst og kostar um 19.000 kr. á mánuði.

Þjónusta

 
 
 

Í Mörk 60+ er Heilsulind þar sem er sundlaug, heitur pottur, gufuböð, tækjasalur, nudd- og sjúkraþjálfun. Matsalur er á svæðinu þar sem hægt er að fá hádegismat alla daga ársins, kaffihús sem er opið frá hádegi og fram eftir degi, hárgreiðslu- og snyrtistofa, púttvöllur og svo félagsstarf sem er starfrækt af frumkvæði íbúa.