Sóttkvíin varð til þess að hann fór á skeljarnar

Á tímabili þurftu 8 starfsmenn í Mörk að fara í sóttkví. Þá var rabbað saman á teams þar sem starfsfólkið bar saman bækur sínar. Það var misjafnt hvað hver gerði eftir að "afplánunni" lauk eða með öðrum orðum eftir að sóttkví lauk, Theodóra  Hauksdóttir breytti t.d. uppröðuninni í stofunni heima hjá sér og Barbara Ösp Ómarsdóttir fór og heimsótti systur sína sem var að verða móðir. Klaudia Karolína Rozko toppaði allt því hún trúlofaðist kærastanum  Oliver Zoega Bjarnasyni. Hann var búinn að sakna henar svo mikið eftir vikuna að hann dreif sig á skeljarnar og gaf henni fallegan trúlofunarhring. Allir glöddust mjög yfir þessum fréttum og Klaudia segir að giftingin fari fram í Póllandi að fjórum árum liðnum og þá með þriggja daga veislu.