Mörk fær endurnýjun Eden vottunar

 Í gær fékk Mörk hjúkrunarheimili endurnýjun á skráningu og vottun sem Eden  heimili. Frá opnun heimilisins árið 2010 hefur Eden hugmyndafræðin verið höfð að leiðarljósi í allri umönnun, þjónustu og stuðningi við þá sem  hér búa en formlega frá árinu 2017. Rannveig Guðnadóttir, verkefnisstjóri, Eden Alternative á Íslandi veitti Ragnhildi G. Hjartardóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og Gísla Páli Pálssyni forstjóra formlega skjal þessu til staðfestingar og sagði þá meðal annars að það væri vel við hæfi að heimilið tæki á móti þessari endurnýjun vottunar fyrir allt hið góða og faglega starf sem hér væri unnið með stuðningi Eden verkfæra. "Að vera Eden heimili felur í sér viljayfirlýsingu um að setja sér markmið um áframhaldandi þróun sem er stöðug vegferð gæðaþróunar.Heimilisbragurinn í Mörk einkennist af nánu samstarfi milli heimilisfólks, aðstandenda og starfsfólks. Starfsfólkið í Mörk lýsir oft fyrir mér hve gaman og gefandi það er að vinna með þeim eldri og yngri einstaklingum sem hér búa, hver á sínu litla heimili,en saman mynda öll heimilin eitt stórt heimili.Ánægja starfsmanna með að vinna hér er mikilvæg og hefur góð áhrif á þá sem hér búa.” Hún sagði það eitt af grunngildum Eden að starfsfólkið vinnií náinni samvinnu og samskiptum við heimilisfólk og aðstandendur þeirra.”Starfsfólkið leggur sig fram um að kynnast vel hverjum og einum einstaklingi og lífshlaupi hans.Að þekkja vel hvern og einn er mikilvægt til að skilja að hver einstaklingur er einstakur meðmismundandi siði og venjur.Mjög mismunandi er hvað hver og einn einstaklingur telur mikilvægt til að lifa lífnu lifandi.” Hún þakkaði í lokin Gísla Páli fyrir hans baráttu fyrir bættum hag hjúkrunarheimila,forystufólki og starfsfólki Grundarheimilanna fyrir metnaðarfullt og gott starf í hlýlegu gróðursælu umhverfi.

Ragnhildur þakkaði Rannveigu hlý orð  fyrir hönd Markar og  fyrir að veita heimilinu viðurkenninguna. Hún sagði hana mikils virði vegna þess að hún staðfestir að þetta er allt á réttri leið.  ”Það er gott að vinna samkvæmt Eden hugmyndafræðinni og hugur í okkur að halda ótrauð áfram í að þróun hugmyndafræðinnar.”