Jólabaksturinn hafinn

Fyrsti dagur í jólabakstri er heiti sem einn dagur í síðustu viku fékk  þegar kökuilmurinn læddist frá efstu hæðinni og niður stigana.  Starfsfólk iðjuþjálfunar ætlar nú að fara um húsið og baka með heimilisfólki, rifja upp hvernig var í þeirra ungdómi með kökubakstur og njóta samverunnar. Það var mikil gleði með kökurnar þegar þær komu úr ofninum og einn sagði að þær fengu 11 af 10 mögulegum stigum. Helga toppaði stundina með að spila  jólalög.