Heimilismenn í Mörk bólusettir í dag

Þeir sem voru viðstaddir í morgun þegar bóluefnið barst í Mörk fengu eflaust gæsahúð og jafnvel tárvot augu svo mikil var gleðin yfir sendingunni. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina hér og innan tíu mínútna frá því lögreglan kom með bóluefnið var fyrsti heimilismaðurinn bólusettur. Það var heimiliskonan Helga Þórðardóttir sem fékk fyrstu sprautuna en hún er komin á tíræðisaldur. Og síðan var flaggað.