Bólusetning gengur vel

Ása Jörgensdóttir var síðust heimilismanna á 2. hæðinni í Mörk til að fá bólusetninguna nú rétt fyrir hádegi. Af því tilefni fannst henni vel við hæfi að opna Machintosh dós og bjóða gestum og gangandi. Eins og þið sjáið þá er hátíð í bæ hér i dag og bólusetningin gengur vonum framar.  Það er erfitt að rekast á fólk hér í dag sem er ekki brosandi út að eyrum.