Blómarósir í sól og blíðu

Þegar veðrið leikur við okkur eins og um helgina eru svalirnar frábær staður til að njóta sólar. Ekki skemmir fyrir að geta notið litskrúðugu blómanna sem prýða nú potta og ker á svölum heimilanna hér í Mörk. Í ár ræktuðum við í gróðurhúsunum okkar í Ási um 11.000 sumarblóm sem prýða nú svalir og garða Grundarheimilanna og Íbúða 60+.