Þrettándagleði á Grund

Það var haldið þrettándaball á Grund og mikið húllumhæ. Grundarbandið lék fyrir dansi og Hjördís Geirs söng. Sumir aðstandendur mættu með börn eða barnabörn sem er frábært. Það verður allt svo létt og kátt þegar börn gleðja með nærveru sinni.